Kambar verða 2+2 og Hellisheiði fær vegrið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2013 18:45 Vegfarendur um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði upplifa miklar endurbætur á næstu tveimur árum en akreinum fjölgar og í Kömbunum kemur fjögurra akreina vegur með umferðareyju á milli. Tilboð voru opnuð í vikunni. Það verður á 15 kílómetra kafla sem Suðurlandsvegur verður breikkaður, frá gatnamótunum við Hellisheiðarvirkjun og niður fyrir Kamba, að hringtorginu við Hveragerði. Vegurinn er núna ýmist tveggja eða þriggja akreina en verður eftir breytingu þrjár akreinar yfir Hellisheiði og fjórar akreinar í Kömbum og aksturstefnur verða aðskildar með vegriði, eins og gert er í Svínahrauni. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að bæði verði vegurinn greiðfærari, - auðveldara verði að komast framúr, - og eins fylgi því mikið öryggi að aðskilja akstursstefnur með miðjuvegriði. Þá verði vegfláar gerðir flatari til að draga úr hættu á að menn velti bílum þótt þeir lendi utan vegar. Um sex þúsund bílar aka að jafnaði yfir Hellisheiði á degi hverjum, yfir sumarið eykst umferðin í átta þúsund bíla á sólarhring, og oft er skyggnið slæmt, jafnvel yfir hásumarið geta menn lent þarna í dimmri þoku. En það verður líka hugsað fyrir útvistarfólk því gera á fern göng undir veginn fyrir hestamenn og göngufólk. Mesta byltingin verður í Kömbum þar sem gera á svokallaðan 2+2 veg með þriggja metra breiðri umferðareyju ásamt vegriði á milli. Ný akrein verður gerð fjallsmegin, þannig að tvær akreinar verða upp Kamba og tvær niður. En þýðir vegagerðin mikið rask í Kömbunum?Vegurinn um Kambana verður 2+2 með umferðareyju og vegriði á milli.„Nei, það er ekkert mjög mikið rask. Þetta er auðvitað aðeins skering inn í hlíðina en það verður ekki mikið rask af því," svarar Svanur.Tilboð í verkið voru opnuð í fyrradag og bauðst Ístak til að vinna verkið fyrir lægsta verð, 1.321 milljón króna, eða 94 prósent af 1.400 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir átti næstlægsta boð, 1.344 milljónir króna, en önnur reyndust yfir kostnaðaráætlun. Loftorka og Suðurverk buðu saman 1.432 milljónir króna og ÍAV átti hæsta boð, 1.455 milljónir króna.Suðurlandsvegur verður breikkaður frá gatnamótunum að Hellisheiðarvirkjun og að hringtorginu við Hveragerði.Heildarkostnaður, með hönnun og eftirliti, er áætlaður um 1.800 milljónir króna. Fyrir tveimur árum var fallið frá því að leggja á vegtolla og verður verkið allt fjármagnað af skattfé á fjárlögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og þær taki tvö ár. „Gert er ráð fyrir að þessu verði lokið í sumarlok 2015," segir svæðisstjóri Vegagerðarinnar. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Vegfarendur um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði upplifa miklar endurbætur á næstu tveimur árum en akreinum fjölgar og í Kömbunum kemur fjögurra akreina vegur með umferðareyju á milli. Tilboð voru opnuð í vikunni. Það verður á 15 kílómetra kafla sem Suðurlandsvegur verður breikkaður, frá gatnamótunum við Hellisheiðarvirkjun og niður fyrir Kamba, að hringtorginu við Hveragerði. Vegurinn er núna ýmist tveggja eða þriggja akreina en verður eftir breytingu þrjár akreinar yfir Hellisheiði og fjórar akreinar í Kömbum og aksturstefnur verða aðskildar með vegriði, eins og gert er í Svínahrauni. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að bæði verði vegurinn greiðfærari, - auðveldara verði að komast framúr, - og eins fylgi því mikið öryggi að aðskilja akstursstefnur með miðjuvegriði. Þá verði vegfláar gerðir flatari til að draga úr hættu á að menn velti bílum þótt þeir lendi utan vegar. Um sex þúsund bílar aka að jafnaði yfir Hellisheiði á degi hverjum, yfir sumarið eykst umferðin í átta þúsund bíla á sólarhring, og oft er skyggnið slæmt, jafnvel yfir hásumarið geta menn lent þarna í dimmri þoku. En það verður líka hugsað fyrir útvistarfólk því gera á fern göng undir veginn fyrir hestamenn og göngufólk. Mesta byltingin verður í Kömbum þar sem gera á svokallaðan 2+2 veg með þriggja metra breiðri umferðareyju ásamt vegriði á milli. Ný akrein verður gerð fjallsmegin, þannig að tvær akreinar verða upp Kamba og tvær niður. En þýðir vegagerðin mikið rask í Kömbunum?Vegurinn um Kambana verður 2+2 með umferðareyju og vegriði á milli.„Nei, það er ekkert mjög mikið rask. Þetta er auðvitað aðeins skering inn í hlíðina en það verður ekki mikið rask af því," svarar Svanur.Tilboð í verkið voru opnuð í fyrradag og bauðst Ístak til að vinna verkið fyrir lægsta verð, 1.321 milljón króna, eða 94 prósent af 1.400 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir átti næstlægsta boð, 1.344 milljónir króna, en önnur reyndust yfir kostnaðaráætlun. Loftorka og Suðurverk buðu saman 1.432 milljónir króna og ÍAV átti hæsta boð, 1.455 milljónir króna.Suðurlandsvegur verður breikkaður frá gatnamótunum að Hellisheiðarvirkjun og að hringtorginu við Hveragerði.Heildarkostnaður, með hönnun og eftirliti, er áætlaður um 1.800 milljónir króna. Fyrir tveimur árum var fallið frá því að leggja á vegtolla og verður verkið allt fjármagnað af skattfé á fjárlögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og þær taki tvö ár. „Gert er ráð fyrir að þessu verði lokið í sumarlok 2015," segir svæðisstjóri Vegagerðarinnar.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira