Kambar verða 2+2 og Hellisheiði fær vegrið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2013 18:45 Vegfarendur um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði upplifa miklar endurbætur á næstu tveimur árum en akreinum fjölgar og í Kömbunum kemur fjögurra akreina vegur með umferðareyju á milli. Tilboð voru opnuð í vikunni. Það verður á 15 kílómetra kafla sem Suðurlandsvegur verður breikkaður, frá gatnamótunum við Hellisheiðarvirkjun og niður fyrir Kamba, að hringtorginu við Hveragerði. Vegurinn er núna ýmist tveggja eða þriggja akreina en verður eftir breytingu þrjár akreinar yfir Hellisheiði og fjórar akreinar í Kömbum og aksturstefnur verða aðskildar með vegriði, eins og gert er í Svínahrauni. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að bæði verði vegurinn greiðfærari, - auðveldara verði að komast framúr, - og eins fylgi því mikið öryggi að aðskilja akstursstefnur með miðjuvegriði. Þá verði vegfláar gerðir flatari til að draga úr hættu á að menn velti bílum þótt þeir lendi utan vegar. Um sex þúsund bílar aka að jafnaði yfir Hellisheiði á degi hverjum, yfir sumarið eykst umferðin í átta þúsund bíla á sólarhring, og oft er skyggnið slæmt, jafnvel yfir hásumarið geta menn lent þarna í dimmri þoku. En það verður líka hugsað fyrir útvistarfólk því gera á fern göng undir veginn fyrir hestamenn og göngufólk. Mesta byltingin verður í Kömbum þar sem gera á svokallaðan 2+2 veg með þriggja metra breiðri umferðareyju ásamt vegriði á milli. Ný akrein verður gerð fjallsmegin, þannig að tvær akreinar verða upp Kamba og tvær niður. En þýðir vegagerðin mikið rask í Kömbunum?Vegurinn um Kambana verður 2+2 með umferðareyju og vegriði á milli.„Nei, það er ekkert mjög mikið rask. Þetta er auðvitað aðeins skering inn í hlíðina en það verður ekki mikið rask af því," svarar Svanur.Tilboð í verkið voru opnuð í fyrradag og bauðst Ístak til að vinna verkið fyrir lægsta verð, 1.321 milljón króna, eða 94 prósent af 1.400 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir átti næstlægsta boð, 1.344 milljónir króna, en önnur reyndust yfir kostnaðaráætlun. Loftorka og Suðurverk buðu saman 1.432 milljónir króna og ÍAV átti hæsta boð, 1.455 milljónir króna.Suðurlandsvegur verður breikkaður frá gatnamótunum að Hellisheiðarvirkjun og að hringtorginu við Hveragerði.Heildarkostnaður, með hönnun og eftirliti, er áætlaður um 1.800 milljónir króna. Fyrir tveimur árum var fallið frá því að leggja á vegtolla og verður verkið allt fjármagnað af skattfé á fjárlögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og þær taki tvö ár. „Gert er ráð fyrir að þessu verði lokið í sumarlok 2015," segir svæðisstjóri Vegagerðarinnar. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Vegfarendur um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði upplifa miklar endurbætur á næstu tveimur árum en akreinum fjölgar og í Kömbunum kemur fjögurra akreina vegur með umferðareyju á milli. Tilboð voru opnuð í vikunni. Það verður á 15 kílómetra kafla sem Suðurlandsvegur verður breikkaður, frá gatnamótunum við Hellisheiðarvirkjun og niður fyrir Kamba, að hringtorginu við Hveragerði. Vegurinn er núna ýmist tveggja eða þriggja akreina en verður eftir breytingu þrjár akreinar yfir Hellisheiði og fjórar akreinar í Kömbum og aksturstefnur verða aðskildar með vegriði, eins og gert er í Svínahrauni. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að bæði verði vegurinn greiðfærari, - auðveldara verði að komast framúr, - og eins fylgi því mikið öryggi að aðskilja akstursstefnur með miðjuvegriði. Þá verði vegfláar gerðir flatari til að draga úr hættu á að menn velti bílum þótt þeir lendi utan vegar. Um sex þúsund bílar aka að jafnaði yfir Hellisheiði á degi hverjum, yfir sumarið eykst umferðin í átta þúsund bíla á sólarhring, og oft er skyggnið slæmt, jafnvel yfir hásumarið geta menn lent þarna í dimmri þoku. En það verður líka hugsað fyrir útvistarfólk því gera á fern göng undir veginn fyrir hestamenn og göngufólk. Mesta byltingin verður í Kömbum þar sem gera á svokallaðan 2+2 veg með þriggja metra breiðri umferðareyju ásamt vegriði á milli. Ný akrein verður gerð fjallsmegin, þannig að tvær akreinar verða upp Kamba og tvær niður. En þýðir vegagerðin mikið rask í Kömbunum?Vegurinn um Kambana verður 2+2 með umferðareyju og vegriði á milli.„Nei, það er ekkert mjög mikið rask. Þetta er auðvitað aðeins skering inn í hlíðina en það verður ekki mikið rask af því," svarar Svanur.Tilboð í verkið voru opnuð í fyrradag og bauðst Ístak til að vinna verkið fyrir lægsta verð, 1.321 milljón króna, eða 94 prósent af 1.400 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir átti næstlægsta boð, 1.344 milljónir króna, en önnur reyndust yfir kostnaðaráætlun. Loftorka og Suðurverk buðu saman 1.432 milljónir króna og ÍAV átti hæsta boð, 1.455 milljónir króna.Suðurlandsvegur verður breikkaður frá gatnamótunum að Hellisheiðarvirkjun og að hringtorginu við Hveragerði.Heildarkostnaður, með hönnun og eftirliti, er áætlaður um 1.800 milljónir króna. Fyrir tveimur árum var fallið frá því að leggja á vegtolla og verður verkið allt fjármagnað af skattfé á fjárlögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og þær taki tvö ár. „Gert er ráð fyrir að þessu verði lokið í sumarlok 2015," segir svæðisstjóri Vegagerðarinnar.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira