Ekki hægt að treysta á jarðvarmavirkjanir fyrir álver Karen Kjartansdóttir skrifar 11. júní 2013 19:00 Endurhugsa þarf orkugjafa til álvers í Helguvík þar sem vandséð er að jarðvarmavirkjanir geti nýst því í náinni framtíð. Þetta segir fyrrverandi háskólarektor og starfsmaður Orkustofnunar. Orka Hellisheiðarvirkjunar er langt undir væntingum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra að reynslan við jarðvarmavirkjanir sýndi að frekari áherslu þyrfti að leggja á vatnsaflsvirkjanir en fyrri ríkisstjórn gerði. Best færi á að nýta og byggja upp vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir samhliða. Til þess þyrfti að endurskoða rammaáætlun en virkjunarhugmyndirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár, það er að segja Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, falla nú allar í biðflokk. Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands sem einnig vann lengi hjá Orkustofnun, segir jarðvarmavirkjanir henta illa sem orkugjafa þegar kemur að fyrirhuguðu álveri Helguvík. Þær þurfi að byggja upp í áföngum, óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Það er alveg ljóst og hefur alltaf verið að jarðhitavirkjanir henta ekki til stórra áfanga í álverum. Það er eðlilegast að byggja þær virkjanir upp á nokkuð mörgum árum. Stíga kannski skref á borð við 50 megavött í hvert sinn og þannig láta reynsluna skera úr um hversu stór stöðin getur orðið. Vatnsaflsvirkjanir eru annars eðlis það er hægt að meta strax hve mikið afl þær gefa," segir Sveinbjörn. Hann segir að kröfur áliðnaðarins séu nú hins vegar svo miklar að mjög erfitt gæti verið að afla nægrar orku sem gæti nýst Helguvík. „Við eigum enga vatnsaflsvirkjun sem nær því afli, þess vegna verðum við að smala saman úr mörgum virkjunum. Það er hugsanlegt að það megi smala saman einhverjum vatnsaflsvirkjunum en á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefin tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola," segir Sveinbjörn. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Endurhugsa þarf orkugjafa til álvers í Helguvík þar sem vandséð er að jarðvarmavirkjanir geti nýst því í náinni framtíð. Þetta segir fyrrverandi háskólarektor og starfsmaður Orkustofnunar. Orka Hellisheiðarvirkjunar er langt undir væntingum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra að reynslan við jarðvarmavirkjanir sýndi að frekari áherslu þyrfti að leggja á vatnsaflsvirkjanir en fyrri ríkisstjórn gerði. Best færi á að nýta og byggja upp vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir samhliða. Til þess þyrfti að endurskoða rammaáætlun en virkjunarhugmyndirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár, það er að segja Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, falla nú allar í biðflokk. Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands sem einnig vann lengi hjá Orkustofnun, segir jarðvarmavirkjanir henta illa sem orkugjafa þegar kemur að fyrirhuguðu álveri Helguvík. Þær þurfi að byggja upp í áföngum, óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Það er alveg ljóst og hefur alltaf verið að jarðhitavirkjanir henta ekki til stórra áfanga í álverum. Það er eðlilegast að byggja þær virkjanir upp á nokkuð mörgum árum. Stíga kannski skref á borð við 50 megavött í hvert sinn og þannig láta reynsluna skera úr um hversu stór stöðin getur orðið. Vatnsaflsvirkjanir eru annars eðlis það er hægt að meta strax hve mikið afl þær gefa," segir Sveinbjörn. Hann segir að kröfur áliðnaðarins séu nú hins vegar svo miklar að mjög erfitt gæti verið að afla nægrar orku sem gæti nýst Helguvík. „Við eigum enga vatnsaflsvirkjun sem nær því afli, þess vegna verðum við að smala saman úr mörgum virkjunum. Það er hugsanlegt að það megi smala saman einhverjum vatnsaflsvirkjunum en á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefin tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola," segir Sveinbjörn.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira