Ekki hægt að treysta á jarðvarmavirkjanir fyrir álver Karen Kjartansdóttir skrifar 11. júní 2013 19:00 Endurhugsa þarf orkugjafa til álvers í Helguvík þar sem vandséð er að jarðvarmavirkjanir geti nýst því í náinni framtíð. Þetta segir fyrrverandi háskólarektor og starfsmaður Orkustofnunar. Orka Hellisheiðarvirkjunar er langt undir væntingum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra að reynslan við jarðvarmavirkjanir sýndi að frekari áherslu þyrfti að leggja á vatnsaflsvirkjanir en fyrri ríkisstjórn gerði. Best færi á að nýta og byggja upp vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir samhliða. Til þess þyrfti að endurskoða rammaáætlun en virkjunarhugmyndirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár, það er að segja Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, falla nú allar í biðflokk. Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands sem einnig vann lengi hjá Orkustofnun, segir jarðvarmavirkjanir henta illa sem orkugjafa þegar kemur að fyrirhuguðu álveri Helguvík. Þær þurfi að byggja upp í áföngum, óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Það er alveg ljóst og hefur alltaf verið að jarðhitavirkjanir henta ekki til stórra áfanga í álverum. Það er eðlilegast að byggja þær virkjanir upp á nokkuð mörgum árum. Stíga kannski skref á borð við 50 megavött í hvert sinn og þannig láta reynsluna skera úr um hversu stór stöðin getur orðið. Vatnsaflsvirkjanir eru annars eðlis það er hægt að meta strax hve mikið afl þær gefa," segir Sveinbjörn. Hann segir að kröfur áliðnaðarins séu nú hins vegar svo miklar að mjög erfitt gæti verið að afla nægrar orku sem gæti nýst Helguvík. „Við eigum enga vatnsaflsvirkjun sem nær því afli, þess vegna verðum við að smala saman úr mörgum virkjunum. Það er hugsanlegt að það megi smala saman einhverjum vatnsaflsvirkjunum en á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefin tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola," segir Sveinbjörn. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Endurhugsa þarf orkugjafa til álvers í Helguvík þar sem vandséð er að jarðvarmavirkjanir geti nýst því í náinni framtíð. Þetta segir fyrrverandi háskólarektor og starfsmaður Orkustofnunar. Orka Hellisheiðarvirkjunar er langt undir væntingum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra að reynslan við jarðvarmavirkjanir sýndi að frekari áherslu þyrfti að leggja á vatnsaflsvirkjanir en fyrri ríkisstjórn gerði. Best færi á að nýta og byggja upp vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir samhliða. Til þess þyrfti að endurskoða rammaáætlun en virkjunarhugmyndirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár, það er að segja Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, falla nú allar í biðflokk. Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands sem einnig vann lengi hjá Orkustofnun, segir jarðvarmavirkjanir henta illa sem orkugjafa þegar kemur að fyrirhuguðu álveri Helguvík. Þær þurfi að byggja upp í áföngum, óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. „Það er alveg ljóst og hefur alltaf verið að jarðhitavirkjanir henta ekki til stórra áfanga í álverum. Það er eðlilegast að byggja þær virkjanir upp á nokkuð mörgum árum. Stíga kannski skref á borð við 50 megavött í hvert sinn og þannig láta reynsluna skera úr um hversu stór stöðin getur orðið. Vatnsaflsvirkjanir eru annars eðlis það er hægt að meta strax hve mikið afl þær gefa," segir Sveinbjörn. Hann segir að kröfur áliðnaðarins séu nú hins vegar svo miklar að mjög erfitt gæti verið að afla nægrar orku sem gæti nýst Helguvík. „Við eigum enga vatnsaflsvirkjun sem nær því afli, þess vegna verðum við að smala saman úr mörgum virkjunum. Það er hugsanlegt að það megi smala saman einhverjum vatnsaflsvirkjunum en á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefin tími til að byggja þær upp í áföngum svo menn skilji hvað þær þola," segir Sveinbjörn.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent