Lífið

Steindi og Laddi syngja dúett

Freyr Bjarnason skrifar
Steindi Jr.
Steindi Jr.
Grínistarnir Steindi og Laddi leiða saman hesta sína í fyrsta þætti Hljómskálans sem hefur aftur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld eftir sumarfrí.

Þeir félagar ætla að syngja dúett en þátturinn verður helgaður gríni í íslenskri tónlist. Fleira áhugavert er fram undan í næstu þáttum Hljómskálans, þar á meðal þáttur tileinkaður níunda áratugnum þar sem Berndsen syngur dúett með Geira Sæm.

Einnig verður sýndur þáttur tengdur Los Angeles þar sem Jakob Frímann Magnússon og hljómsveitin Steed Lord leiða saman hesta sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.