Toppliðin stungin af Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. apríl 2013 06:00 Bayern tryggði sér þýska meistaratitilinn á laugardaginn en engu liði hefur áður tekist það svo snemma tímabils þar í landi. Hér er þjálfarinn Jupp Heynckes tolleraður. Nú þegar lokaspretturinn er fram undan í flestum sterkustu deildum Evrópuboltans ætti samkvæmt venju að vera spennandi titilbarátta fram undan hjá bestu félagsliðum álfunnar, að minnsta kosti í nokkrum af bestu deildunum. En í Englandi, Þýskalandi, á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi er forysta toppliðanna svo afgerandi að það er nánast forgangsatriði að krýna meistarana í viðkomandi löndum. Reyndar er þegar búið að gera það í Þýskalandi. Bayern München varð meistari í 23. sinn með 1-0 sigri á Eintracht Frankfurt um helgina. Liðið er með 20 stiga forystu á Dortmund þegar aðeins átján stig eru eftir í pottinum.Bayern með hæsta sigurhlutfallið Slíkir hafa yfirburður Bayern München verið núna í vetur að liðið er með betra markahlutfall en Barcelona á Spáni. Bayern er með 66 mörk í plús og hefur aðeins fengið á sig þrettán mörk í leikjunum 28. Bæjarar eru einnig með hæsta sigurhlutfall allra toppliðanna, eins og sjá má neðst í greininni. Manchester United getur í kvöld nánast gulltryggt sér titilinn með því að vinna núverandi meistara, grannliðið Manchester City. En þó svo að City ynni í kvöld væri erfitt að ímynda sér að United myndi henda frá sér tólf stiga forystu í síðustu sjö umferðunum. Á Spáni er löngu ljóst að Barcelona verður meistari, þökk sé misjöfnu gengi Real Madrid í upphafi leiktíðar. Barcelona hefur „aðeins" unnið sex af síðustu níu leikjum sínum í deildinni en nánast engar líkur eru á því að liðið láti meistaratitilinn renna sér úr greipum úr þessu.Milan-liðin í enduruppbyggingu Aðeins meiri spenna er á Ítalíu og Frakklandi, þar sem forysta toppliðanna Juventus og PSG er innan við tíu stig. Sem stendur er þó fátt sem bendir til að liðin séu að slaka á klónni í sínum deildum. Þessi lið eiga það sameiginlegt að vera í yfirburðastöðu hvað styrkleika leikmannahópsins varðar. PSG á moldríka eigendur sem hafa keypt marga góða leikmenn en Juventus hefur grætt á því að helstu erkifjendur liðsins, AC Milan og Inter, hafa misst sterka leikmenn og eru að byggja upp ný lið – enda er Napoli helsti keppinautur Juve um titilinn þetta árið.Meiri spenna í Meistaradeildinni Sem stendur er mesta óvissan og langmesta spennan í Meistaradeild Evrópu. Öll áðurnefnd topplið, nema Manchester United, komust í fjórðungsúrslit keppninnar og útlit fyrir æsispennandi undanúrslitarimmur og úrslitaleik.England - Manchester United 77 stig eftir 30 leiki (2,57 að meðaltali) 15 stiga forysta á Manchester CitySpánn - Barcelona 78 stig eftir 30 leiki (2,60) 13 stiga forysta á Real MadridÍtalía - Juventus 71 stig eftir 31 leik (2,29) 9 stiga forysta á NapoliÞýskaland - Bayern (meistari) 75 stig eftir 28 leiki (2,68) 20 stiga forysta á DortmundFrakkland - Paris SG 64 stig eftir 31 leik (2,06) 7 stiga forysta á Marseille Fótbolti Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Nú þegar lokaspretturinn er fram undan í flestum sterkustu deildum Evrópuboltans ætti samkvæmt venju að vera spennandi titilbarátta fram undan hjá bestu félagsliðum álfunnar, að minnsta kosti í nokkrum af bestu deildunum. En í Englandi, Þýskalandi, á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi er forysta toppliðanna svo afgerandi að það er nánast forgangsatriði að krýna meistarana í viðkomandi löndum. Reyndar er þegar búið að gera það í Þýskalandi. Bayern München varð meistari í 23. sinn með 1-0 sigri á Eintracht Frankfurt um helgina. Liðið er með 20 stiga forystu á Dortmund þegar aðeins átján stig eru eftir í pottinum.Bayern með hæsta sigurhlutfallið Slíkir hafa yfirburður Bayern München verið núna í vetur að liðið er með betra markahlutfall en Barcelona á Spáni. Bayern er með 66 mörk í plús og hefur aðeins fengið á sig þrettán mörk í leikjunum 28. Bæjarar eru einnig með hæsta sigurhlutfall allra toppliðanna, eins og sjá má neðst í greininni. Manchester United getur í kvöld nánast gulltryggt sér titilinn með því að vinna núverandi meistara, grannliðið Manchester City. En þó svo að City ynni í kvöld væri erfitt að ímynda sér að United myndi henda frá sér tólf stiga forystu í síðustu sjö umferðunum. Á Spáni er löngu ljóst að Barcelona verður meistari, þökk sé misjöfnu gengi Real Madrid í upphafi leiktíðar. Barcelona hefur „aðeins" unnið sex af síðustu níu leikjum sínum í deildinni en nánast engar líkur eru á því að liðið láti meistaratitilinn renna sér úr greipum úr þessu.Milan-liðin í enduruppbyggingu Aðeins meiri spenna er á Ítalíu og Frakklandi, þar sem forysta toppliðanna Juventus og PSG er innan við tíu stig. Sem stendur er þó fátt sem bendir til að liðin séu að slaka á klónni í sínum deildum. Þessi lið eiga það sameiginlegt að vera í yfirburðastöðu hvað styrkleika leikmannahópsins varðar. PSG á moldríka eigendur sem hafa keypt marga góða leikmenn en Juventus hefur grætt á því að helstu erkifjendur liðsins, AC Milan og Inter, hafa misst sterka leikmenn og eru að byggja upp ný lið – enda er Napoli helsti keppinautur Juve um titilinn þetta árið.Meiri spenna í Meistaradeildinni Sem stendur er mesta óvissan og langmesta spennan í Meistaradeild Evrópu. Öll áðurnefnd topplið, nema Manchester United, komust í fjórðungsúrslit keppninnar og útlit fyrir æsispennandi undanúrslitarimmur og úrslitaleik.England - Manchester United 77 stig eftir 30 leiki (2,57 að meðaltali) 15 stiga forysta á Manchester CitySpánn - Barcelona 78 stig eftir 30 leiki (2,60) 13 stiga forysta á Real MadridÍtalía - Juventus 71 stig eftir 31 leik (2,29) 9 stiga forysta á NapoliÞýskaland - Bayern (meistari) 75 stig eftir 28 leiki (2,68) 20 stiga forysta á DortmundFrakkland - Paris SG 64 stig eftir 31 leik (2,06) 7 stiga forysta á Marseille
Fótbolti Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira