Fótbolti

Hallgrímur og félagar í SönderjyskE lögðu Nordsjælland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hallgrímur Jónasson í leik með íslenska landsliðinu á dögunum.
Hallgrímur Jónasson í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. mynd / daníel
SönderjyskE vann góðan sigur á Nordsjælland, 2-0,  í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Hallgrímur Jónasson var allan leikinn inn á vellinum í liði SönderjyskE. Bjørn Paulsen og Johan Absalonsen gerði sitt markið hvor leiknum.

SönderjyskE er í áttunda sæti deildarinnar með 11 stig en Nordsjælland er í neðsta sætinu með fimm stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×