Fótbolti

Ajax tapaði 4-0 fyrir PSV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Ajax
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Ajax mynd / getty images
Ajax steinlá fyrir PSV í hollenska boltanum, 4-0, og var það annan leikinn í röð sem Ajax tapar 4-0.

Tim Matavz, Jetro Willems, Oscar Hiljemark og Ji-Sung Park gerðu allir sitt markið hver í leiknum og lögðu gruninn að þessum stórsigri.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax en var tekinn af velli korteri fyrir leikslok.

PSV er eftir sigurinn á toppi deildarinnar með 15 stig en Ajax er með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×