Enski boltinn

Nani sá um Reading

Nani fagnar marki sínu í kvöld.
Nani fagnar marki sínu í kvöld.
Man. Utd er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á Reading á Old Trafford í kvöld.

Nani kom United yfir með frábæru skoti í teignum og hann lagði svo upp seinna mark heimamanna með frábærri sendingu á Hernandez.

Frábær leikur hjá Portúgalanum sem kom af bekknum seint í fyrri hálfleik fyrir Phil Jones. Jones meiddist á ökkla og fór hann sárþjáður af velli.

Man. Utd mun mæta Middlesbrough eða Chelsea í átta liða úrslitum.

Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×