,,Alveg hræðilegt“ Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2013 18:55 Kona á áttræðisaldri lést þegar eldur kom upp í hjólhýsi í Þjórsárdal í nótt. Ungur maður sem reyndi að bjarga konunni segir það hræðilegt að hafa vitað af einhverjum þarna inni. Tilkynnt var um eldsvoðann á þriðja tímanum í nótt en hjólhýsið var staðsett í hjólhýsahverfi á Skriðufelli í Þjórsárdal. Mörg hýsi eru á svæðinu og varð nágrönnum bilt við þegar þeir heyrðu háværa hvelli. „Við lítum hérna til hliðar og þá sjáum við bara þetta eldhaf. Þá leggjum við á sprett yfir þessa brú og komum að þessu. Þá var fortjaldið allt í ljósum loga,“segir Sveinn Enok Jóhannsson sem reyndi að bjarga konunni. Sambýlisfólk á áttræðisaldri var inni í hjólhýsinu. Manninum tókst að komast út af sjálfsdáðum og var hann brunninn í andliti og á höndum. Konan var þá ennþá inni í hjólhýsinu. „Og í geðshræringu þá ætlaði ég að reyna að brjóta niður glerið, en það er nú úr plasti þannig að það gekk illa. Á endanum náði ég bara að rífa það af. Ég hafði þá slökkt á gaskútunum sem voru þarna og ýtt þeim í burtu. Við mér tók eldhaf og ég tók andann og fór inn í hjólhýsið en það var svo mikill eldur. Ég þreifaði á rúmunum og fann ekki neitt en þá bara allt í einu tekur þessi hiti á móti mér, alveg svakalegur hiti og reykur og ég hoppa bara út úr hjólhýsinu og í kjölfarið á því fara kútarnir hérna hinum megin að springa,“ segir Sveinn. Þetta er annað banaslysið á þessu ári í hjólhýsahverfinu í Þjórsárdal, en það eru aðeins þrír mánuðir síðan hjón á sjötugsaldri létust vegna súrefnisskorts inni í hjólhýsi sínu. Konan sem lést í nótt og maðurinn hennar eru búin að vera með hjólhýsi á staðnum í mörg ár og eru þau þekkt þar fyrir að passa vel upp á sitt og og nágranna sína. Sveinn segir þau vera fólkið sem að skrúfaði fyrir gasið áður en það fór að sofa. „Reglufólk sem vissi alveg hvað það var að gera,“ segir hann. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans, en konan var úrskurðuð látin á staðnum. Málið er í rannsókn og nýtur rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi aðstoðar tæknideildar lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Kona á áttræðisaldri lést þegar eldur kom upp í hjólhýsi í Þjórsárdal í nótt. Ungur maður sem reyndi að bjarga konunni segir það hræðilegt að hafa vitað af einhverjum þarna inni. Tilkynnt var um eldsvoðann á þriðja tímanum í nótt en hjólhýsið var staðsett í hjólhýsahverfi á Skriðufelli í Þjórsárdal. Mörg hýsi eru á svæðinu og varð nágrönnum bilt við þegar þeir heyrðu háværa hvelli. „Við lítum hérna til hliðar og þá sjáum við bara þetta eldhaf. Þá leggjum við á sprett yfir þessa brú og komum að þessu. Þá var fortjaldið allt í ljósum loga,“segir Sveinn Enok Jóhannsson sem reyndi að bjarga konunni. Sambýlisfólk á áttræðisaldri var inni í hjólhýsinu. Manninum tókst að komast út af sjálfsdáðum og var hann brunninn í andliti og á höndum. Konan var þá ennþá inni í hjólhýsinu. „Og í geðshræringu þá ætlaði ég að reyna að brjóta niður glerið, en það er nú úr plasti þannig að það gekk illa. Á endanum náði ég bara að rífa það af. Ég hafði þá slökkt á gaskútunum sem voru þarna og ýtt þeim í burtu. Við mér tók eldhaf og ég tók andann og fór inn í hjólhýsið en það var svo mikill eldur. Ég þreifaði á rúmunum og fann ekki neitt en þá bara allt í einu tekur þessi hiti á móti mér, alveg svakalegur hiti og reykur og ég hoppa bara út úr hjólhýsinu og í kjölfarið á því fara kútarnir hérna hinum megin að springa,“ segir Sveinn. Þetta er annað banaslysið á þessu ári í hjólhýsahverfinu í Þjórsárdal, en það eru aðeins þrír mánuðir síðan hjón á sjötugsaldri létust vegna súrefnisskorts inni í hjólhýsi sínu. Konan sem lést í nótt og maðurinn hennar eru búin að vera með hjólhýsi á staðnum í mörg ár og eru þau þekkt þar fyrir að passa vel upp á sitt og og nágranna sína. Sveinn segir þau vera fólkið sem að skrúfaði fyrir gasið áður en það fór að sofa. „Reglufólk sem vissi alveg hvað það var að gera,“ segir hann. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans, en konan var úrskurðuð látin á staðnum. Málið er í rannsókn og nýtur rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi aðstoðar tæknideildar lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira