"Þessir jólasveinar fóru að berjast við vitlausan mann“ Stígur Helgason skrifar 22. október 2013 07:00 Borgarráð telur að á Monte Carlo og Mónakó sé óeðlilega mikið um lögregluútköll og ónæði. Margeir Margeirsson, vert á börunum Monte Carlo og Mónakó við Laugaveg, hefur stefnt Reykjavíkurborg til greiðslu samtals tæpra fimmtán milljóna króna í bætur fyrir tjón sem hann telur að rekstur hans hafi hlotið af umsögnum borgarráðs um barina. „Þegar kjörnir fulltrúar fólksins í bænum ákveða, meira og minna allir í sameiningu, að vera með valdníðslu, einelti og lögbrot á fólki úti í bæ, í samvinnu við lögreglustjórann, þá er ekki hægt annað en að fara dómstólaleiðina,“ segir Margeir, sem leggur fram stefnur í nafni rekstrarfélaga staðanna tveggja. Lögreglan hefur tvisvar verið gerð afturreka með ákvarðanir sem varða staðina tvo, fyrst árið 2008, þegar ákveðið var að takmarka afgreiðslutíma þeirra, og aftur í fyrra, þegar ákveðið var að endurnýja ekki rekstrarleyfið. Báðar ákvarðanirnar byggðu á umsögnum borgarráðs, þar sem vísað var til kvartana yfir ónæði frá stöðunum og fjölda mála á skrá hjá lögreglu sem tengdust þeim. Báðar ákvarðarnirnar voru kærðar til innanríkisráðuneytisins og í bæði skiptin var þeim hnekkt eftir að ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að þær hefðu ekki verið í samræmi við lög, meðal annars hefði andmælaréttar Margeirs ekki verið gætt í umsagnarferlinu og að borgin hafi í umsögnunum farið út fyrir valdsvið sitt.Margeir Margeirsson„Á sjö árum eru þeir búnir að kosta mig langleiðina í tíu milljónir í lögfræðikostnað auk þess sem þeir eru búnir að skaða mig persónulega, nafnið mitt og rekstrarlega séð, stórlega. Þá er ekki annað hægt en að stefna fólki – til þess eru dómstólarnir,“ segir Margeir. Að sögn Jónasar Arnar Jónssonar, lögmanns Margeirs, er bótakrafan þríþætt; í fyrsta lagi sé um að ræða kostnað við að verjast aðgerðum borgarinnar og lögreglu, í öðru lagi skaða vegna tapaðrar sölu þegar þegar stöðunum var í tvígang lokað tímabundið og í þriðja lagi miski vegna tjóns á viðskiptavild – orðspor staðanna hafi með öðrum orðum beðið hnekki af öllu saman. Það síðastnefnda er um þriðjungur bótakröfunnar. Staðirnir eru enn í rekstri og verða það áfram ef Margeir fær einhverju um það ráðið. „Ég er búinn að fá full leyfi og ætla mér að vera með leyfi eins lengi og ég vil. Þessir jólasveinar fóru að berjast við vitlausan mann. Þeir áttu nefnilega að finna sér einhvern sem var tilbúinn að gefast upp – en það geri ég aldrei.“ Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Margeir Margeirsson, vert á börunum Monte Carlo og Mónakó við Laugaveg, hefur stefnt Reykjavíkurborg til greiðslu samtals tæpra fimmtán milljóna króna í bætur fyrir tjón sem hann telur að rekstur hans hafi hlotið af umsögnum borgarráðs um barina. „Þegar kjörnir fulltrúar fólksins í bænum ákveða, meira og minna allir í sameiningu, að vera með valdníðslu, einelti og lögbrot á fólki úti í bæ, í samvinnu við lögreglustjórann, þá er ekki hægt annað en að fara dómstólaleiðina,“ segir Margeir, sem leggur fram stefnur í nafni rekstrarfélaga staðanna tveggja. Lögreglan hefur tvisvar verið gerð afturreka með ákvarðanir sem varða staðina tvo, fyrst árið 2008, þegar ákveðið var að takmarka afgreiðslutíma þeirra, og aftur í fyrra, þegar ákveðið var að endurnýja ekki rekstrarleyfið. Báðar ákvarðanirnar byggðu á umsögnum borgarráðs, þar sem vísað var til kvartana yfir ónæði frá stöðunum og fjölda mála á skrá hjá lögreglu sem tengdust þeim. Báðar ákvarðarnirnar voru kærðar til innanríkisráðuneytisins og í bæði skiptin var þeim hnekkt eftir að ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að þær hefðu ekki verið í samræmi við lög, meðal annars hefði andmælaréttar Margeirs ekki verið gætt í umsagnarferlinu og að borgin hafi í umsögnunum farið út fyrir valdsvið sitt.Margeir Margeirsson„Á sjö árum eru þeir búnir að kosta mig langleiðina í tíu milljónir í lögfræðikostnað auk þess sem þeir eru búnir að skaða mig persónulega, nafnið mitt og rekstrarlega séð, stórlega. Þá er ekki annað hægt en að stefna fólki – til þess eru dómstólarnir,“ segir Margeir. Að sögn Jónasar Arnar Jónssonar, lögmanns Margeirs, er bótakrafan þríþætt; í fyrsta lagi sé um að ræða kostnað við að verjast aðgerðum borgarinnar og lögreglu, í öðru lagi skaða vegna tapaðrar sölu þegar þegar stöðunum var í tvígang lokað tímabundið og í þriðja lagi miski vegna tjóns á viðskiptavild – orðspor staðanna hafi með öðrum orðum beðið hnekki af öllu saman. Það síðastnefnda er um þriðjungur bótakröfunnar. Staðirnir eru enn í rekstri og verða það áfram ef Margeir fær einhverju um það ráðið. „Ég er búinn að fá full leyfi og ætla mér að vera með leyfi eins lengi og ég vil. Þessir jólasveinar fóru að berjast við vitlausan mann. Þeir áttu nefnilega að finna sér einhvern sem var tilbúinn að gefast upp – en það geri ég aldrei.“
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira