Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina dalar - Fylgi Samfylkingarinnar eykst

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fylgi við ríkisstjórnina minnkar frá síðustu skoðunarkönnun MMR.
Fylgi við ríkisstjórnina minnkar frá síðustu skoðunarkönnun MMR. mynd/skjáskot af MMR
Stuðningur við Framsóknarflokkinn dalar, hann mælist nú með 15,4 prósent en í lok september var flokkurinn með 17,5 prósenta fylgi.

Nýjasta könnun MMR var gerð á tímabilinu 10. til 15. október en síðasta könnun var gerð í lok september og birt 1. október.

Stuðningur við ríkisstjórnina dalar jafnframt en hann mældist 44 prósent samkvæmt nýjustu könnun.  En í síðustu könnun mældis stuðningur við ríkisstjórnina 47,4 prósent.

Fylgi Samfylkingarinnar eykst á sama tímabili úr 14,6 prósentum í 17,3 prósent. St

Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð halda sínu fylgi en ekki er marktækur á fylgi flokkanna samkvæmt niðurstöðum síðustu tveggja kannana.

Vinstri grænir dala og mælast nú með 12,6 prósent fylgi miðað við 14,7 prósent í síðustu könnun. Fylgi Pírata minnkar aðeins, úr 7,7 prósent í 6,4 prósent.

Aðrir flokkar mælast með undir undir tveimur prósentum.

Hér er hægt að skoða breytingar á fylgi allra flokkanna síðustu misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×