Innlent

Önnur ljóshærð stúlka tekin af rómafólki

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Sjö ára gömul ljóshærð stúlka var í gær tekin frá fjölskyldu sinni sem er af Roma ættum.
Sjö ára gömul ljóshærð stúlka var í gær tekin frá fjölskyldu sinni sem er af Roma ættum.
Sjö ára gömul ljóshærð stúlka hefur verið tekin frá rómafólki í Dublin aðeins nokkrum dögum eftir að Maria litla var tekin frá rómafólkinu í Grikklandi eins og greint hefur verið frá á Vísi. Þetta kemur fram á Daily Mail.

Stúlkan var tekin af heimili sínu, í suðurhluta borgarinnar, seinni partinn í gær.

Foreldrar hennar segja að hún sé dóttir þeirra en hafa engar sannanir á borð við staðfest fæðingarvottorð.

Lögreglan fékk þær upplýsingar að stúlkan væri fædd á Coombe sjúkrahúsinu í Dublin í apríl 2006. En þegar haft var samband við sjúkrahúsið lágu engar upplýsingar fyrir um fæðingu stúlkunnar.

Lögreglan fékk ábendingu um stúlkuna frá ónefndum aðila sem fannst undarlegt hvað stúlkan var frábrugðin systkinum sínum í útliti. Fjölskyldan er sögð ferðast reglulega til Rúmeníu.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögreglan er að reyna að staðfesta upplýsingarnar sem hún hefur fengið frá foreldrum stúlkunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×