"Væri heimurinn á hliðinni ef Maria væri ekki ljóshærð?“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. október 2013 14:55 "Það er áhugavert að spyrja, væri heimurinn að fjalla um þetta mál ef barnið væri ekki ljóshært,“ spyr Katrín. "Það virðist allavega vera, að litarhaft spili stóran part.“ mynd/365 „Það er varhugavert að fólk sem tilheyrir ákveðnum þjóðfélagshópum, sé sjálfkrafa álitið líklegra til glæpsamlegrar hegðunar en aðrir,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur um fjölmiðlafárið sem orðið hefur vegna Mariu litlu sem tekin var af rómafólki í Grikklandi. Nú hefur önnur stúlka verið tekin frá fjölskyldunni sinni í Dublin í Írlandi, sú er ljóshærð og ólík fjölskyldu sinni sem er af rómaættum. En foreldrar þeirrar stúlku hafa ekki getað sannað að þau séu raunverulegir foreldrar hennar. Katrín segir umhugsunarvert að þegar ljóshært barn sé hjá rómafólki, þá fari heimurinn hreinlega á hliðina. Hún minnir á að það sé ótrúlegur fjöldi barna í heiminum sem sé munaðarlaus og eigi því ekki fjölskyldulíf eins og þau eigi rétt á samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er áhugavert að spyrja, væri heimurinn að fjalla um þetta mál ef barnið væri ekki ljóshært,“ spyr Katrín. „Það virðist allavega vera, að litarhaft spili stóran part.“ Katrín segir að ef marka megi fréttaflutning af málinu komi í ljós að það gæti verið að þau hafi ættleitt stúlkuna með vafasömum hætti. Hún segir að því miður sé mikið um slíkar ættleiðingar og það sé að sjálfsögðu alvarlegt mál. „Auðvitað verður að skoða það hvort þau hafi eignast stúlkuna með glæpsamlegum hætti, ef svo er, er það að sjálfsögðu grafalvarlegt, en það er líka alvarlegt að það sé talið að það að alast upp hjá rómafólki, sé ekki hvítum börnum boðlegt,“ segir Katrín. „Það er greinilega ekki sama hver á í hlut, þetta barn talar til dæmis bara rómamál og það er bara tekið frá þeim sem hafa alið hana upp, eins og það sé hafið yfir allan vafa að það sé best að hún sé tekin af því fólki sem hún þekkir best,“ segir Katrín. Tengdar fréttir Komu fram við Mariu litlu eins og "dansandi björn“ Fyrir þremur vikum síðan var tekið myndband af Mari litlu, þar sem hún sést dansa ásamt fullorðnu fólki. Stúlkan sem talið er að sé um fjögurra ára þykir ekki sýnast hamingjusöm þar sem hún stígur dansinn. 21. október 2013 09:42 Alþjóðleg leit að foreldrum litlu ljóshærðu stúlkunnar Yfirvöld í Grikklandi hafa biðlað til allra þjóða að hjálpa sér að bera kennsl á ungu stúlkuna. 21. október 2013 15:34 Seldu Maríu mögulega í barnavændi Lögmaður sígaunaparsins, sem grunað er um að hafa rænt stelpunni Maríu, segir skjólstæðinga sína halda því fram að þau hafi ekki rænt Maríu, heldur ættleiddu þau barnið á hátt sem var ekki löglegur, því líffræðileg móðir hennar hafi ekki getað séð um Maríu. 21. október 2013 16:32 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
„Það er varhugavert að fólk sem tilheyrir ákveðnum þjóðfélagshópum, sé sjálfkrafa álitið líklegra til glæpsamlegrar hegðunar en aðrir,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur um fjölmiðlafárið sem orðið hefur vegna Mariu litlu sem tekin var af rómafólki í Grikklandi. Nú hefur önnur stúlka verið tekin frá fjölskyldunni sinni í Dublin í Írlandi, sú er ljóshærð og ólík fjölskyldu sinni sem er af rómaættum. En foreldrar þeirrar stúlku hafa ekki getað sannað að þau séu raunverulegir foreldrar hennar. Katrín segir umhugsunarvert að þegar ljóshært barn sé hjá rómafólki, þá fari heimurinn hreinlega á hliðina. Hún minnir á að það sé ótrúlegur fjöldi barna í heiminum sem sé munaðarlaus og eigi því ekki fjölskyldulíf eins og þau eigi rétt á samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er áhugavert að spyrja, væri heimurinn að fjalla um þetta mál ef barnið væri ekki ljóshært,“ spyr Katrín. „Það virðist allavega vera, að litarhaft spili stóran part.“ Katrín segir að ef marka megi fréttaflutning af málinu komi í ljós að það gæti verið að þau hafi ættleitt stúlkuna með vafasömum hætti. Hún segir að því miður sé mikið um slíkar ættleiðingar og það sé að sjálfsögðu alvarlegt mál. „Auðvitað verður að skoða það hvort þau hafi eignast stúlkuna með glæpsamlegum hætti, ef svo er, er það að sjálfsögðu grafalvarlegt, en það er líka alvarlegt að það sé talið að það að alast upp hjá rómafólki, sé ekki hvítum börnum boðlegt,“ segir Katrín. „Það er greinilega ekki sama hver á í hlut, þetta barn talar til dæmis bara rómamál og það er bara tekið frá þeim sem hafa alið hana upp, eins og það sé hafið yfir allan vafa að það sé best að hún sé tekin af því fólki sem hún þekkir best,“ segir Katrín.
Tengdar fréttir Komu fram við Mariu litlu eins og "dansandi björn“ Fyrir þremur vikum síðan var tekið myndband af Mari litlu, þar sem hún sést dansa ásamt fullorðnu fólki. Stúlkan sem talið er að sé um fjögurra ára þykir ekki sýnast hamingjusöm þar sem hún stígur dansinn. 21. október 2013 09:42 Alþjóðleg leit að foreldrum litlu ljóshærðu stúlkunnar Yfirvöld í Grikklandi hafa biðlað til allra þjóða að hjálpa sér að bera kennsl á ungu stúlkuna. 21. október 2013 15:34 Seldu Maríu mögulega í barnavændi Lögmaður sígaunaparsins, sem grunað er um að hafa rænt stelpunni Maríu, segir skjólstæðinga sína halda því fram að þau hafi ekki rænt Maríu, heldur ættleiddu þau barnið á hátt sem var ekki löglegur, því líffræðileg móðir hennar hafi ekki getað séð um Maríu. 21. október 2013 16:32 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Komu fram við Mariu litlu eins og "dansandi björn“ Fyrir þremur vikum síðan var tekið myndband af Mari litlu, þar sem hún sést dansa ásamt fullorðnu fólki. Stúlkan sem talið er að sé um fjögurra ára þykir ekki sýnast hamingjusöm þar sem hún stígur dansinn. 21. október 2013 09:42
Alþjóðleg leit að foreldrum litlu ljóshærðu stúlkunnar Yfirvöld í Grikklandi hafa biðlað til allra þjóða að hjálpa sér að bera kennsl á ungu stúlkuna. 21. október 2013 15:34
Seldu Maríu mögulega í barnavændi Lögmaður sígaunaparsins, sem grunað er um að hafa rænt stelpunni Maríu, segir skjólstæðinga sína halda því fram að þau hafi ekki rænt Maríu, heldur ættleiddu þau barnið á hátt sem var ekki löglegur, því líffræðileg móðir hennar hafi ekki getað séð um Maríu. 21. október 2013 16:32