Sjálfstætt Skotland myndi vilja náið samband við Ísland Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2013 19:07 Leiðtogi Skoska Þjóðarflokksins á breska þinginu segir að samband Skota við Íslendinga verði mun betra en samband Breta og Íslendinga, ef Skotar samþykkja sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári. Angus Robertson er einlægur sjálfstæðissinni og vill sjá fána Skotlands blakta meðal fána annarra sjálfstæðra ríkja í heiminum. Hann situr á breska þinginu fyrir Skoska Þjóðarflokkinn sem nú er í meirihluta á skoska þinginu og hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í september á næsta ári um fullt sjálfstæði Skota. „Þá yrðum við að fullu sjálfstætt ríki. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég get ekki beðið eftir því að Skotar verði á ný á meðal þjóða í Norður Evrópu. Það er áskorun hvernig við getum átt náið samstarf við þjóðir eins og Ísland, Noreg og Danmörk sem eiga við sömu áskoranir í umhverfis- efnhags- , félags og öryggismálum,“ segir Robertson. Angus flutti erindi um framtíð Skotlands sem sjálfstæðs ríkis í Norræna húsinu í dag en í dag er um helmingur Skota óákveðinn í þessum efnum, um fjórðungur á móti sjálfstæði og annar fjórðungur því fylgjandi. „Við viljum gjarnan leggja okkar að mörkum í þeim áskorunum sem þjóðirnar glíma við í umhverfismálum og orkumálum og þeim tækifærum sem eru í efnahagsmálum. Við teljum okkur einnig hafa eitthvað fram að færa í öryggis- og varnarmálum þar sem við viljum leggja okkur fram,“ segir Robertson. Þjóðarflokkurinn vill starfa áfram innan alþjóðastofnana eins og NATO og Evrópusabandsins en Angus telur að samband Skota og Íslendinga yrði mun betra en samband Íslendinga við Breta. „Það eru allar ástæður til að ætla að samband sjálfstæðs Skotlands og Íslands verði mun betra en samband Íslands og Bretlands er í dag. Ég get ekki ímyndað mér að beita vinsamlega nágranna þjóð hryðjuverkalögum. Ég get heldur ekki ímyndað mér að vinsamleg nágrannaþjóð tæki ekki þátt í loftferðareftirliti á svæðinu, eins og Bretar hafa aldrei gert hér við land,“ sagði Angus Robertson þingmaður Skoska þjóðarflokksins. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Leiðtogi Skoska Þjóðarflokksins á breska þinginu segir að samband Skota við Íslendinga verði mun betra en samband Breta og Íslendinga, ef Skotar samþykkja sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári. Angus Robertson er einlægur sjálfstæðissinni og vill sjá fána Skotlands blakta meðal fána annarra sjálfstæðra ríkja í heiminum. Hann situr á breska þinginu fyrir Skoska Þjóðarflokkinn sem nú er í meirihluta á skoska þinginu og hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í september á næsta ári um fullt sjálfstæði Skota. „Þá yrðum við að fullu sjálfstætt ríki. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég get ekki beðið eftir því að Skotar verði á ný á meðal þjóða í Norður Evrópu. Það er áskorun hvernig við getum átt náið samstarf við þjóðir eins og Ísland, Noreg og Danmörk sem eiga við sömu áskoranir í umhverfis- efnhags- , félags og öryggismálum,“ segir Robertson. Angus flutti erindi um framtíð Skotlands sem sjálfstæðs ríkis í Norræna húsinu í dag en í dag er um helmingur Skota óákveðinn í þessum efnum, um fjórðungur á móti sjálfstæði og annar fjórðungur því fylgjandi. „Við viljum gjarnan leggja okkar að mörkum í þeim áskorunum sem þjóðirnar glíma við í umhverfismálum og orkumálum og þeim tækifærum sem eru í efnahagsmálum. Við teljum okkur einnig hafa eitthvað fram að færa í öryggis- og varnarmálum þar sem við viljum leggja okkur fram,“ segir Robertson. Þjóðarflokkurinn vill starfa áfram innan alþjóðastofnana eins og NATO og Evrópusabandsins en Angus telur að samband Skota og Íslendinga yrði mun betra en samband Íslendinga við Breta. „Það eru allar ástæður til að ætla að samband sjálfstæðs Skotlands og Íslands verði mun betra en samband Íslands og Bretlands er í dag. Ég get ekki ímyndað mér að beita vinsamlega nágranna þjóð hryðjuverkalögum. Ég get heldur ekki ímyndað mér að vinsamleg nágrannaþjóð tæki ekki þátt í loftferðareftirliti á svæðinu, eins og Bretar hafa aldrei gert hér við land,“ sagði Angus Robertson þingmaður Skoska þjóðarflokksins.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira