"Þegar ég labbaði út úr bankanum í dag þá beið Nikita úti með þessar FALLEGU bleiku rósir handa mér ♥ :*:*:*" skrifaði Hanna Rún Óladóttir 22 ára dansari á Facebooksíðuna sína í dag þegar hún birti mynd af sér og dansfélaganum, Rússanum Nikita Bazev, 25 ára, með fallegar rósir í fanginu.
Hanna Rún og Nikita sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á Íslandsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum í Laugardalshöllinn í janúar eru byrjuð saman. Hanna staðfesti orðróminn þegar Lífið hafði samband við hana með svarinu: "Já, við erum par."
Hanna Rún starfar sem fyrirsæta samhliða dansinum.