Íslenski boltinn

Auðun aðstoðar Ríkharð með Fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Stefán

Ríkharður Daðason verður þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta út tímabilið. Auðun Helgason verður hægri hönd Ríkharðs.

Greint var frá því í hádeginu hér á Vísi að Ríkharður yrði kynntur til sögunnar í dag og frétt þess efnis birtist á heimasíðu Fram fyrir stundu. Þetta er fyrsta þjálfarastarf Ríkharðs en hann spilaði sem atvinnumaður erlendis um árabil.

Ríkharður er uppalinn Framari og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 1990. Auðun spilaði með Fram sumurin 2008 og 2009. Báðir eru þeir margreyndir íslenskir landsliðsmenn.

Fram mætir Keflavík á útivelli á mánudaginn í Pepsi-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×