Innlent

Fannst heill á húfi

Pilturinn fannst í Þórsmörk í morgun, heill á húfi.
Pilturinn fannst í Þórsmörk í morgun, heill á húfi. Mynd úr safni
Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í nótt til leitar að sextán ára gömlum ítölskum pilti.

Hann hafði orðið viðskila við fjölskyldu sína á Fimmvörðuhálsi, þar sem þau voru í göngu.

Leit að piltinum hófst þegar hann skilaði sér ekki í Baldvinsskála í gærkvöldi en þá hafði hann verið á göngu frá klukkan níu um morguninn.

Hann fannst undir morgun í að Básum í Þórsmörk, heill á húfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×