Óðaverðbólga ef Alþingi grípur ekki í taumana Hjörtur Hjartarson skrifar 27. júlí 2013 18:58 Fyrrverandi forsætisráðherra segir að Alþingi ætti að kalla saman nú þegar, til þess að afturkalla ákvörðun kjararáðs um hækkun launa hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Hann telur að fordæmi hafi verið gefið sem leiða muni af sér óðaverðbólgu. Kjararáð ákvað á dögunum að hækka laun forstöðumanna ríkisstofnana um 16-20 prósent. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun kjararáðs. Hann segir kjararáð hafa farið að lögum og eftir viðmiðunarformúlu sem núverandi ríkisstjórn beri reyndar ekki ábyrgð á. Þorsteinn segir hinsvegar að launahækkanirnar geti leitt til óðaverðbólgu verði ekkert að gert. Hann hvetur ríkisstjórnina til að kalla Alþingi saman, án tafar og leggja fram frumvarp til neyðarlaga sem ógilda ákvörðun kjararáðs.Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands segist ósammála forsætisráðherranum fyrrverandi um að Alþingi eigi að grípa inn í. Stjórnir einkafyrirtækja hafi markað stefnuna um launahækkanir, ekki kjararáð. "Það sem hér um ræðir er að stjórnir íslenskra fyrirtækja hafa verið að hækka mikið í launum undanfarin ár og það ber kjararáð að taka tillit til. Ég get ekki séð að ríkisstjórnin geti borið mikla ábyrgð á því með hvaða hætti forystumenn íslenskra fyrirtækja eru að haga sér", segir Gylfi. Gylfi vísar þarna til þess að í nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar kemur fram að meðallaun 200 hæstlaunuðust forstjóra landsins eru 2,3 milljónir króna á mánuði. Það sé því stjórnir þessara fyrirtækja sem hafa sett ákveðin viðmið um hvert svigrúm þeirra til launahækkana verður í haust þegar kjarasamningar verða lausir. "Það er eðlilegt að þegar að stjórnendur skilgreina svigrúmið, að starfsmenn þessara fyrirtækja taki tillit til þess þegar að þeir eru að undirbúa sína kröfugerð." Gylfi reiknar með erfiðum viðræðum um nýja kjarasamninga í haust. "Meðal annars vegna þess að það er ekkert einfalt mál að vinna úr svona hlutum þegar að svona atburðir gerast eins og gerst hafa hjá forystusveit atvinnulífsins." Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að Alþingi ætti að kalla saman nú þegar, til þess að afturkalla ákvörðun kjararáðs um hækkun launa hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Hann telur að fordæmi hafi verið gefið sem leiða muni af sér óðaverðbólgu. Kjararáð ákvað á dögunum að hækka laun forstöðumanna ríkisstofnana um 16-20 prósent. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun kjararáðs. Hann segir kjararáð hafa farið að lögum og eftir viðmiðunarformúlu sem núverandi ríkisstjórn beri reyndar ekki ábyrgð á. Þorsteinn segir hinsvegar að launahækkanirnar geti leitt til óðaverðbólgu verði ekkert að gert. Hann hvetur ríkisstjórnina til að kalla Alþingi saman, án tafar og leggja fram frumvarp til neyðarlaga sem ógilda ákvörðun kjararáðs.Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands segist ósammála forsætisráðherranum fyrrverandi um að Alþingi eigi að grípa inn í. Stjórnir einkafyrirtækja hafi markað stefnuna um launahækkanir, ekki kjararáð. "Það sem hér um ræðir er að stjórnir íslenskra fyrirtækja hafa verið að hækka mikið í launum undanfarin ár og það ber kjararáð að taka tillit til. Ég get ekki séð að ríkisstjórnin geti borið mikla ábyrgð á því með hvaða hætti forystumenn íslenskra fyrirtækja eru að haga sér", segir Gylfi. Gylfi vísar þarna til þess að í nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar kemur fram að meðallaun 200 hæstlaunuðust forstjóra landsins eru 2,3 milljónir króna á mánuði. Það sé því stjórnir þessara fyrirtækja sem hafa sett ákveðin viðmið um hvert svigrúm þeirra til launahækkana verður í haust þegar kjarasamningar verða lausir. "Það er eðlilegt að þegar að stjórnendur skilgreina svigrúmið, að starfsmenn þessara fyrirtækja taki tillit til þess þegar að þeir eru að undirbúa sína kröfugerð." Gylfi reiknar með erfiðum viðræðum um nýja kjarasamninga í haust. "Meðal annars vegna þess að það er ekkert einfalt mál að vinna úr svona hlutum þegar að svona atburðir gerast eins og gerst hafa hjá forystusveit atvinnulífsins."
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira