Óðaverðbólga ef Alþingi grípur ekki í taumana Hjörtur Hjartarson skrifar 27. júlí 2013 18:58 Fyrrverandi forsætisráðherra segir að Alþingi ætti að kalla saman nú þegar, til þess að afturkalla ákvörðun kjararáðs um hækkun launa hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Hann telur að fordæmi hafi verið gefið sem leiða muni af sér óðaverðbólgu. Kjararáð ákvað á dögunum að hækka laun forstöðumanna ríkisstofnana um 16-20 prósent. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun kjararáðs. Hann segir kjararáð hafa farið að lögum og eftir viðmiðunarformúlu sem núverandi ríkisstjórn beri reyndar ekki ábyrgð á. Þorsteinn segir hinsvegar að launahækkanirnar geti leitt til óðaverðbólgu verði ekkert að gert. Hann hvetur ríkisstjórnina til að kalla Alþingi saman, án tafar og leggja fram frumvarp til neyðarlaga sem ógilda ákvörðun kjararáðs.Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands segist ósammála forsætisráðherranum fyrrverandi um að Alþingi eigi að grípa inn í. Stjórnir einkafyrirtækja hafi markað stefnuna um launahækkanir, ekki kjararáð. "Það sem hér um ræðir er að stjórnir íslenskra fyrirtækja hafa verið að hækka mikið í launum undanfarin ár og það ber kjararáð að taka tillit til. Ég get ekki séð að ríkisstjórnin geti borið mikla ábyrgð á því með hvaða hætti forystumenn íslenskra fyrirtækja eru að haga sér", segir Gylfi. Gylfi vísar þarna til þess að í nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar kemur fram að meðallaun 200 hæstlaunuðust forstjóra landsins eru 2,3 milljónir króna á mánuði. Það sé því stjórnir þessara fyrirtækja sem hafa sett ákveðin viðmið um hvert svigrúm þeirra til launahækkana verður í haust þegar kjarasamningar verða lausir. "Það er eðlilegt að þegar að stjórnendur skilgreina svigrúmið, að starfsmenn þessara fyrirtækja taki tillit til þess þegar að þeir eru að undirbúa sína kröfugerð." Gylfi reiknar með erfiðum viðræðum um nýja kjarasamninga í haust. "Meðal annars vegna þess að það er ekkert einfalt mál að vinna úr svona hlutum þegar að svona atburðir gerast eins og gerst hafa hjá forystusveit atvinnulífsins." Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að Alþingi ætti að kalla saman nú þegar, til þess að afturkalla ákvörðun kjararáðs um hækkun launa hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Hann telur að fordæmi hafi verið gefið sem leiða muni af sér óðaverðbólgu. Kjararáð ákvað á dögunum að hækka laun forstöðumanna ríkisstofnana um 16-20 prósent. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun kjararáðs. Hann segir kjararáð hafa farið að lögum og eftir viðmiðunarformúlu sem núverandi ríkisstjórn beri reyndar ekki ábyrgð á. Þorsteinn segir hinsvegar að launahækkanirnar geti leitt til óðaverðbólgu verði ekkert að gert. Hann hvetur ríkisstjórnina til að kalla Alþingi saman, án tafar og leggja fram frumvarp til neyðarlaga sem ógilda ákvörðun kjararáðs.Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands segist ósammála forsætisráðherranum fyrrverandi um að Alþingi eigi að grípa inn í. Stjórnir einkafyrirtækja hafi markað stefnuna um launahækkanir, ekki kjararáð. "Það sem hér um ræðir er að stjórnir íslenskra fyrirtækja hafa verið að hækka mikið í launum undanfarin ár og það ber kjararáð að taka tillit til. Ég get ekki séð að ríkisstjórnin geti borið mikla ábyrgð á því með hvaða hætti forystumenn íslenskra fyrirtækja eru að haga sér", segir Gylfi. Gylfi vísar þarna til þess að í nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar kemur fram að meðallaun 200 hæstlaunuðust forstjóra landsins eru 2,3 milljónir króna á mánuði. Það sé því stjórnir þessara fyrirtækja sem hafa sett ákveðin viðmið um hvert svigrúm þeirra til launahækkana verður í haust þegar kjarasamningar verða lausir. "Það er eðlilegt að þegar að stjórnendur skilgreina svigrúmið, að starfsmenn þessara fyrirtækja taki tillit til þess þegar að þeir eru að undirbúa sína kröfugerð." Gylfi reiknar með erfiðum viðræðum um nýja kjarasamninga í haust. "Meðal annars vegna þess að það er ekkert einfalt mál að vinna úr svona hlutum þegar að svona atburðir gerast eins og gerst hafa hjá forystusveit atvinnulífsins."
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira