Enski boltinn

Neville og Morgan samþykktu veðmál á Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gary Neville og sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hafa gert með sér veðmál um gengi Manchester United og Arsenal í ensku úrvalseildinni í vetur.

Morgan, sem er dyggur stuðningsmaður Arsenal, hóf umræðuna með því að segja að hann ætti erfitt með að sjá fyrir sér að United yrði meðal fimm efstu liðanna í deildinni í vor.

Neville, sem á glæstan feril að baki með United, var ósammála því og lagði til veðmál upp á fimm þúsund pund, um 950 þúsund krónur, en að upphæðin yrði greidd til góðgerðarmála.

Morgan neitaði en sagðist reiðubúinn að veðja á að United myndi ekki enda fyrir ofan Arsenal. Neville stakk þá upp á því að láta bæði veðmálin standa og samþykkti Morgan það, eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×