Enski boltinn

Villas-Boas: Ekki mitt að ákveða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segist ekki þurfa að sannfæra neinn um eigið ágæti eftir 5-0 tap hans manna gegn Liverpool í dag.

„Það er ekki mitt að ákveða mína framtíð. Ég get bara reynt að bæta ástandið hjá liðinu. Þetta gekk ekki upp í dag því að Liverpool átti frábæran leik. Liðið á hrós skilið,“ sagði Villas-Boas við fjölmiðla.

„Ég þarf ekki að sannfæra neinn. Við erum á frábæru skriði í öðrum keppnum en ekki í ensku úrvalsdeildinni. Það breytir því ekki að við höfum metnað til að vinna titla og komast í Meistaradeildina.“

Paulinho fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Luis Suarez, sem skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í dag. „Þetta var erfitt eftir rauða spjaldið. Við sögðum í hálfleik að eitt mark kæmi okkur aftur inn í leikinn en þriðja markið frá þeim fór illa með sjálfstraustið okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×