Lífið

Ný bók um lágkolvetnalífstílinn væntanleg

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Gunnar Már segir LKL-mataræðið vera góða forvörn gegn alls kyns sjúkdómum.
Gunnar Már segir LKL-mataræðið vera góða forvörn gegn alls kyns sjúkdómum. Mynd/úr safni
Von er á nýrri bók eftir Gunnar Má Sigfússon heilsuráðgjafa en bók hans Lágkolvetnalífstíllinn, sem kom út síðasta vetur, vakti mikla athygli og er með söluhæstu bókum þessa árs.

Gunnar Már fylgir þeim vinsældum eftir og fjallar áfram um mikilvægi lágkolvetnamataræðis í nýju bókinni sem heita mun LKL 2 og kemur út í október.

„Fókusinn í þessari bók er á almenna heilsu og forvarnir gegn ýmsum sjúkdómum með réttu mataræði. Svo býður bókin upp á nýjar uppskriftir að LKL-vænum réttum, morgunverðum, aðalréttum og eftirréttum,“ segir Gunnar Már.

Fyrri bók Gunnars Más kom út í mars síðastliðnum. Þá vissu fáir hvað möndlumjöl eða kókoshveiti væri en nú er sagan önnur.

„Á skömmum tíma hafa stórmarkaðir og matvælaframleiðendur tekið ótrúlega vel við sér og framboðið á LKL-vænu vöruúrvali hefur aukist gríðarlega frá því í mars. Það er því mun auðveldara að vera á þessu mataræði í dag,“ segir Gunnar Már.

Í fyrri bókinni var áhersla lögð á óholl kolvetni. Í þessari bók fjallar Gunnar Már um óhollar olíur.

„Olíur eins og transfita og grænmetisolíur, sem eru algengar í vestrænu mataræði í dag, eru mjög óhollar og bólguvaldandi. Þetta tvennt, óhollu kolvetnin og olíurnar, valda lífsstílssjúkdómum á Íslandi eins og sykursýki 2, offitu og háum blóðþrýstingi,“ segir Gunnar Már.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.