Lífið

Sölvi týndi bílnum

Ellý Ármanns skrifar
Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður er eins og svo margir aðrir - hann á það til að gleyma hvar hann leggur bílnum sínum. Sölvi sem er aðeins 34 ára gamall snýr atvikinu upp í grín og segist loksins hafa fengið ADHD greiningu. Hann skrifaði eftirfarandi á Facebook síðuna sína:

Á leiðinni heim í kvöld fékk ég loksins ADHD greiningu. Hún fólst í sjálfsmati eftir að ég hafði fyrst týnt bílnum mínum og gengið í 5 mínútur til að muna hvar ég lagði. Fáeinum andartökum eftir gleðilegan bílfund tók ég svo upp á því að kippa bíllyklinum að mér og drepa á bílnum á miðri umferðargötu á fullri ferð. Það hljómar of illa að ég sé kominn með elliglöp, þannig að ADHD skal það vera!

Sjónvarpsþáttur Sölva, Málið, hefst á þriðjudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.