Fyrir getur komið að fólk breyti gegn betri vitund 2. apríl 2012 04:00 Levin er fæddur í Sviss en er bæði svissneskur og bandarískur ríkisborgari. Hann hefur verið tíður gestur hér á landi vegna lögmannsstarfa sinna síðustu tvo áratugi. Fréttablaðið/Pjetur Mikilvægt er að skapa menningu sameiginlegrar ábyrgðar innan fyrirtækja. Þetta er mat Dr. Daniel Levin, lögmanns og stjórnarmanns í Íslandsbanka. Levin var ræðumaður á fundi Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík fyrir helgi um stjórnunarhætti fyrirtækja. „Megnið af því sem sagt er um stjórnunarhætti fyrirtækja er lítils virði vegna þess að við þekkjum í raun öll muninn á góðum og slæmum stjórnunarháttum. Sú nálgun sem ég hef þess vegna á þetta viðfangsefni er að skoða ekki ljótu dæmin um bresti í stjórnunarháttum heldur að skoða fremur litlu valkostina sem fólk stendur frammi fyrir daglega. Það kemur fyrir að fólk breyti gegn betri vitund í sínu daglega starfi og slíkir brestir geta undið upp á sig og valdið stórum vandamálum. Spurningin er því hvernig við komum í veg fyrir slíkt og mitt svar er að það þurfi að skapa menningu þar sem slík hegðun er ekki liðin,“ segir Levin, sem hefur í gegnum lögmannsstörf sín komið reglulega til Íslands síðustu 20 ár. Levin er eins og áður segir stjórnamaður í Íslandsbanka en innan bankans hefur verið hleypt af stokkunum verkefni í því skyni að kortleggja ákvarðanatökuferla innan hans. Markmiðið er að tryggja að fyrir hendi séu kerfi og ferlar sem lágmarka áhættu, styðja við góða stjórnarhætti og að stjórnkerfi bankans sé ávallt í samræmi við það sem best gerist. „Áskorunin er að skapa menningu í kringum góða stjórnunarhætti þar sem fólk er verðlaunað fyrir að halda sig frá ósiðum sem geta mengað út frá sér. Þegar ég segi verðlaunað á ég ekki eingöngu við laun eða bónusa heldur einfaldlega að fólk fái áhugaverðari verkefni og meiri ábyrgð ef það til dæmis sýnir heilindi í starfi og vinnufélögum tillitsemi,“ segir Levin og heldur áfram: „Þá þarf að gera fólki ljóst að kerfið getur hrunið ef hver er að róa í sína átt. Þess vegna hef ég ekki trú á því að verðlauna einstaklinga með bónusum heldur fremur að verðlauna hópa og búa þannig til andrúmsloft sameiginlegrar ábyrgðar. Lykilatriðið er að hagsmunir einstaklinga og fyrirtækisins séu þeir sömu.“ Levin segir að auðvitað sé hverju fyrirtæki mikilvægast að framleiða góðar vörur og hafa starfsfólk sem leggur hart að sér. „Þegar ég tala um þessa hluti þá er ég að gera ráð fyrir að grundvallaratriðin séu í lagi. Vilji fyrirtækið hins vegar skara fram úr er mikilvægt fyrir það að hafa sérlega áhugasamt og atorkusamt starfsfólk og þá kemur menningin inn í spilið,“ segir Levin og bætir við að til þess að stuðla að heilbrigðri menningu þurfi stjórnendur að sýna fordæmi í störfum sínum. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
Mikilvægt er að skapa menningu sameiginlegrar ábyrgðar innan fyrirtækja. Þetta er mat Dr. Daniel Levin, lögmanns og stjórnarmanns í Íslandsbanka. Levin var ræðumaður á fundi Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík fyrir helgi um stjórnunarhætti fyrirtækja. „Megnið af því sem sagt er um stjórnunarhætti fyrirtækja er lítils virði vegna þess að við þekkjum í raun öll muninn á góðum og slæmum stjórnunarháttum. Sú nálgun sem ég hef þess vegna á þetta viðfangsefni er að skoða ekki ljótu dæmin um bresti í stjórnunarháttum heldur að skoða fremur litlu valkostina sem fólk stendur frammi fyrir daglega. Það kemur fyrir að fólk breyti gegn betri vitund í sínu daglega starfi og slíkir brestir geta undið upp á sig og valdið stórum vandamálum. Spurningin er því hvernig við komum í veg fyrir slíkt og mitt svar er að það þurfi að skapa menningu þar sem slík hegðun er ekki liðin,“ segir Levin, sem hefur í gegnum lögmannsstörf sín komið reglulega til Íslands síðustu 20 ár. Levin er eins og áður segir stjórnamaður í Íslandsbanka en innan bankans hefur verið hleypt af stokkunum verkefni í því skyni að kortleggja ákvarðanatökuferla innan hans. Markmiðið er að tryggja að fyrir hendi séu kerfi og ferlar sem lágmarka áhættu, styðja við góða stjórnarhætti og að stjórnkerfi bankans sé ávallt í samræmi við það sem best gerist. „Áskorunin er að skapa menningu í kringum góða stjórnunarhætti þar sem fólk er verðlaunað fyrir að halda sig frá ósiðum sem geta mengað út frá sér. Þegar ég segi verðlaunað á ég ekki eingöngu við laun eða bónusa heldur einfaldlega að fólk fái áhugaverðari verkefni og meiri ábyrgð ef það til dæmis sýnir heilindi í starfi og vinnufélögum tillitsemi,“ segir Levin og heldur áfram: „Þá þarf að gera fólki ljóst að kerfið getur hrunið ef hver er að róa í sína átt. Þess vegna hef ég ekki trú á því að verðlauna einstaklinga með bónusum heldur fremur að verðlauna hópa og búa þannig til andrúmsloft sameiginlegrar ábyrgðar. Lykilatriðið er að hagsmunir einstaklinga og fyrirtækisins séu þeir sömu.“ Levin segir að auðvitað sé hverju fyrirtæki mikilvægast að framleiða góðar vörur og hafa starfsfólk sem leggur hart að sér. „Þegar ég tala um þessa hluti þá er ég að gera ráð fyrir að grundvallaratriðin séu í lagi. Vilji fyrirtækið hins vegar skara fram úr er mikilvægt fyrir það að hafa sérlega áhugasamt og atorkusamt starfsfólk og þá kemur menningin inn í spilið,“ segir Levin og bætir við að til þess að stuðla að heilbrigðri menningu þurfi stjórnendur að sýna fordæmi í störfum sínum. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira