Innlent

Hætt við að banna svartadauða í ÁTVR

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vildi ekki slagorðið "drekkið í friði“ í búðir sínar, en hefur nú skipt um skoðun. Bjórinn með áletruninni umdeildu mun væntanlegur í hillur ÁTVR í næsta mánuði.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vildi ekki slagorðið "drekkið í friði“ í búðir sínar, en hefur nú skipt um skoðun. Bjórinn með áletruninni umdeildu mun væntanlegur í hillur ÁTVR í næsta mánuði.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur fellt úr gildi ákvörðun sína um að selja ekki bjórinn Black Death, eða svartadauða, í verslunum sínum. Ákvörðunin hafði verið kærð til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn er væntanlegur í verslanir ÁTVR í byrjun maí að sögn Valgeirs T. Sigurðssonar, eiganda vörumerkisins Black Death.

ÁTVR hafnaði því upphaflega að taka bjórinn í sölu vegna slagorðsins Drink in Peace, eða drekkið í friði, sem stendur á flöskunum. Ákvörðunin var byggð á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleikum. Þá má hafna vöru sem inniheldur gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar. Valgeir og lögmaður hans töldu hins vegar að í slagorðinu fælust jákvæð skilaboð og ábending um ábyrga neyslu vörunnar. Ekki væri hægt að telja textann gildishlaðinn eða innihalda ómálefnalegar upplýsingar, að því er fram kemur í kærubréfi til fjármálaráðuneytisins vegna málsins. Áður en frestur ÁTVR til að skila greinargerð til ráðuneytisins rann út var ákvörðunin felld niður. Ekki voru talin nægileg rök fyrir höfnuninni, að sögn Valgeirs, sem var tilkynnt um ákvörðunina með bréfi.

Valgeir er ánægður með þessa niðurstöðu. „Þessi hindrun er úr veginum. Bjórinn má koma í verslanir frá og með deginum í dag [sunnudag] en það þarf náttúrulega að framleiða og gera hlutina klára. Hann fer því líklega ekki í búðir fyrr en í byrjun maí," segir hann. „Ég var búinn að segja að frekar vildi ég vera utan við þessar búðir en breyta miðanum á flöskunni. Mér finnst svo rosalega mikið út í hött að það skuli einhver maður eða kona út í bæ vera að ala mann upp, þessi rosalega forsjárhyggja."

Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Valgeir hefur átt vörumerkið Black Death frá árinu 1978.thorunn@frettabladid.isAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.