„Aldrei gengið gegnum annað eins“ Hugrún Halldórsdóttir skrifar 31. október 2012 19:57 Fimmtíu og fimm, hið minnsta, eru látnir af völdum fárviðrisins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna og í Kanada. Milljónir manna eru nú bæði án vatns og rafmagns og er ástandið talið geta varað í nokkra daga. Sandy hefur valdið mann- og eignartjóni víða, allt frá Puertó Ríkó í karabíska hafinu að Toronto í Kanada. Tala látinna er komin upp í hundrað og þrjátíu og er óttast að hún eigi eftir að hækka þar sem tuga er enn saknað og margir eru alvarlega slasaðir. Ástandið er nú einna verst í New Jersey þar sem allt er á floti en þrjúhundruð þúsund íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Afleiðingarnar eru meiri en í fellibylnum Katrínu. Við höfum aldrei gengið í gegnum annað eins. Við höfum oft lent í stormi þar sem ýmislegt lauslegt fauk fram og til baka en ekki í flóði sem hrakti okkur úr húsum okkar þar sem dýr eru alls staðar og allt er á rúi og stúi. Fjölskyldur og einstæðir eldri borgarar bíða eflaust enn eftir hjálp," segir Barbara Davies, íbúi í Moonachie. Rúmlega sex og hálf milljón heimila og fyrirtækja hefur verið án rafmagns og vatns á austurströnd Bandaríkjanna í dag, þar á meðal fjórar milljónir í New York og New Jersey. „Þannig að einfaldir hlutir eins og að fara í sturtu og sturta niður klósetti veldur fólki smá erfiðleikum þessa stundina. Lífið er ekki komið í fastar skorður ennþá," segir Brynjólfur Sveinsson, íbúi í New York. Talið er að rafmagn komist ekki á fyrr en eftir helgi og veldur biðin mörgum áhyggjum þar sem kólna á í veðri næstu daga. „Hitanum er sem sagt dreift, oft með rafmangi. Svo að í sumum tilvikum er fólk ekki með kyndinguna í lagi. Það er nú eitt af því sem ég heyrði hjá samstarfsfólki mínu að það væri farið að kólna svolítið í veðri hér í New York og það væri farið að finna fyrir kuldanum," segir hann. Flugsamgöngur hófust að nýju í dag á tveimur af þremur alþjóðaflugvöllum við New York, en þar sem flugumferð verður takmörkuð um sinn hefur Icelandair þurft að aflýsa tveimur flugferðum frá JFK flugvelli í dag. Einhver röskun verður áfram á almenningssamgöngum víða á austurströndinni, þar á meðal í New York þar sem neðanjarðarlestarkerfið verður lokað næstu fjóra til fimm daga. Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir miklu uppbyggingarstarfi en talið er að tjón af völdum Sandy í Bandaríkjunum nemi 2500 milljörðum íslenskra króna. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Fimmtíu og fimm, hið minnsta, eru látnir af völdum fárviðrisins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna og í Kanada. Milljónir manna eru nú bæði án vatns og rafmagns og er ástandið talið geta varað í nokkra daga. Sandy hefur valdið mann- og eignartjóni víða, allt frá Puertó Ríkó í karabíska hafinu að Toronto í Kanada. Tala látinna er komin upp í hundrað og þrjátíu og er óttast að hún eigi eftir að hækka þar sem tuga er enn saknað og margir eru alvarlega slasaðir. Ástandið er nú einna verst í New Jersey þar sem allt er á floti en þrjúhundruð þúsund íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Afleiðingarnar eru meiri en í fellibylnum Katrínu. Við höfum aldrei gengið í gegnum annað eins. Við höfum oft lent í stormi þar sem ýmislegt lauslegt fauk fram og til baka en ekki í flóði sem hrakti okkur úr húsum okkar þar sem dýr eru alls staðar og allt er á rúi og stúi. Fjölskyldur og einstæðir eldri borgarar bíða eflaust enn eftir hjálp," segir Barbara Davies, íbúi í Moonachie. Rúmlega sex og hálf milljón heimila og fyrirtækja hefur verið án rafmagns og vatns á austurströnd Bandaríkjanna í dag, þar á meðal fjórar milljónir í New York og New Jersey. „Þannig að einfaldir hlutir eins og að fara í sturtu og sturta niður klósetti veldur fólki smá erfiðleikum þessa stundina. Lífið er ekki komið í fastar skorður ennþá," segir Brynjólfur Sveinsson, íbúi í New York. Talið er að rafmagn komist ekki á fyrr en eftir helgi og veldur biðin mörgum áhyggjum þar sem kólna á í veðri næstu daga. „Hitanum er sem sagt dreift, oft með rafmangi. Svo að í sumum tilvikum er fólk ekki með kyndinguna í lagi. Það er nú eitt af því sem ég heyrði hjá samstarfsfólki mínu að það væri farið að kólna svolítið í veðri hér í New York og það væri farið að finna fyrir kuldanum," segir hann. Flugsamgöngur hófust að nýju í dag á tveimur af þremur alþjóðaflugvöllum við New York, en þar sem flugumferð verður takmörkuð um sinn hefur Icelandair þurft að aflýsa tveimur flugferðum frá JFK flugvelli í dag. Einhver röskun verður áfram á almenningssamgöngum víða á austurströndinni, þar á meðal í New York þar sem neðanjarðarlestarkerfið verður lokað næstu fjóra til fimm daga. Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir miklu uppbyggingarstarfi en talið er að tjón af völdum Sandy í Bandaríkjunum nemi 2500 milljörðum íslenskra króna.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira