„Aldrei gengið gegnum annað eins“ Hugrún Halldórsdóttir skrifar 31. október 2012 19:57 Fimmtíu og fimm, hið minnsta, eru látnir af völdum fárviðrisins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna og í Kanada. Milljónir manna eru nú bæði án vatns og rafmagns og er ástandið talið geta varað í nokkra daga. Sandy hefur valdið mann- og eignartjóni víða, allt frá Puertó Ríkó í karabíska hafinu að Toronto í Kanada. Tala látinna er komin upp í hundrað og þrjátíu og er óttast að hún eigi eftir að hækka þar sem tuga er enn saknað og margir eru alvarlega slasaðir. Ástandið er nú einna verst í New Jersey þar sem allt er á floti en þrjúhundruð þúsund íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Afleiðingarnar eru meiri en í fellibylnum Katrínu. Við höfum aldrei gengið í gegnum annað eins. Við höfum oft lent í stormi þar sem ýmislegt lauslegt fauk fram og til baka en ekki í flóði sem hrakti okkur úr húsum okkar þar sem dýr eru alls staðar og allt er á rúi og stúi. Fjölskyldur og einstæðir eldri borgarar bíða eflaust enn eftir hjálp," segir Barbara Davies, íbúi í Moonachie. Rúmlega sex og hálf milljón heimila og fyrirtækja hefur verið án rafmagns og vatns á austurströnd Bandaríkjanna í dag, þar á meðal fjórar milljónir í New York og New Jersey. „Þannig að einfaldir hlutir eins og að fara í sturtu og sturta niður klósetti veldur fólki smá erfiðleikum þessa stundina. Lífið er ekki komið í fastar skorður ennþá," segir Brynjólfur Sveinsson, íbúi í New York. Talið er að rafmagn komist ekki á fyrr en eftir helgi og veldur biðin mörgum áhyggjum þar sem kólna á í veðri næstu daga. „Hitanum er sem sagt dreift, oft með rafmangi. Svo að í sumum tilvikum er fólk ekki með kyndinguna í lagi. Það er nú eitt af því sem ég heyrði hjá samstarfsfólki mínu að það væri farið að kólna svolítið í veðri hér í New York og það væri farið að finna fyrir kuldanum," segir hann. Flugsamgöngur hófust að nýju í dag á tveimur af þremur alþjóðaflugvöllum við New York, en þar sem flugumferð verður takmörkuð um sinn hefur Icelandair þurft að aflýsa tveimur flugferðum frá JFK flugvelli í dag. Einhver röskun verður áfram á almenningssamgöngum víða á austurströndinni, þar á meðal í New York þar sem neðanjarðarlestarkerfið verður lokað næstu fjóra til fimm daga. Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir miklu uppbyggingarstarfi en talið er að tjón af völdum Sandy í Bandaríkjunum nemi 2500 milljörðum íslenskra króna. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira
Fimmtíu og fimm, hið minnsta, eru látnir af völdum fárviðrisins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna og í Kanada. Milljónir manna eru nú bæði án vatns og rafmagns og er ástandið talið geta varað í nokkra daga. Sandy hefur valdið mann- og eignartjóni víða, allt frá Puertó Ríkó í karabíska hafinu að Toronto í Kanada. Tala látinna er komin upp í hundrað og þrjátíu og er óttast að hún eigi eftir að hækka þar sem tuga er enn saknað og margir eru alvarlega slasaðir. Ástandið er nú einna verst í New Jersey þar sem allt er á floti en þrjúhundruð þúsund íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Afleiðingarnar eru meiri en í fellibylnum Katrínu. Við höfum aldrei gengið í gegnum annað eins. Við höfum oft lent í stormi þar sem ýmislegt lauslegt fauk fram og til baka en ekki í flóði sem hrakti okkur úr húsum okkar þar sem dýr eru alls staðar og allt er á rúi og stúi. Fjölskyldur og einstæðir eldri borgarar bíða eflaust enn eftir hjálp," segir Barbara Davies, íbúi í Moonachie. Rúmlega sex og hálf milljón heimila og fyrirtækja hefur verið án rafmagns og vatns á austurströnd Bandaríkjanna í dag, þar á meðal fjórar milljónir í New York og New Jersey. „Þannig að einfaldir hlutir eins og að fara í sturtu og sturta niður klósetti veldur fólki smá erfiðleikum þessa stundina. Lífið er ekki komið í fastar skorður ennþá," segir Brynjólfur Sveinsson, íbúi í New York. Talið er að rafmagn komist ekki á fyrr en eftir helgi og veldur biðin mörgum áhyggjum þar sem kólna á í veðri næstu daga. „Hitanum er sem sagt dreift, oft með rafmangi. Svo að í sumum tilvikum er fólk ekki með kyndinguna í lagi. Það er nú eitt af því sem ég heyrði hjá samstarfsfólki mínu að það væri farið að kólna svolítið í veðri hér í New York og það væri farið að finna fyrir kuldanum," segir hann. Flugsamgöngur hófust að nýju í dag á tveimur af þremur alþjóðaflugvöllum við New York, en þar sem flugumferð verður takmörkuð um sinn hefur Icelandair þurft að aflýsa tveimur flugferðum frá JFK flugvelli í dag. Einhver röskun verður áfram á almenningssamgöngum víða á austurströndinni, þar á meðal í New York þar sem neðanjarðarlestarkerfið verður lokað næstu fjóra til fimm daga. Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir miklu uppbyggingarstarfi en talið er að tjón af völdum Sandy í Bandaríkjunum nemi 2500 milljörðum íslenskra króna.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira