Innlent

Nelson vill á Kvíabryggju

Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans Gunnars Nelsonar.
Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans Gunnars Nelsonar. Mynd/E.ÓI
„Ég get ekki lofað því að Gunnar myndi ráða sig sem fangavörð, en hann yrði eflaust helvíti góður í því," segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir bardagakappans Gunnars Nelsonar. Haraldur er einn af ellefu umsækjendum um embætti forstöðumanns á Kvíabryggju, sem var auglýst laust til umsóknar fyrir áramót.

Á vef innanríkisráðuneytisins í dag eru nöfn þeirra ellefu sem sóttu um stöðuna birt. Haraldur segir að hann hafi ákveðið að prófa að sækja um þrátt fyrir að starfa sem umboðsmaður.

Haraldur segir að hann hafi starfað á árum áður sem afleysingamaður hjá lögreglunni, bæði í Keflavík og á Akureyri. „Ég hef mikinn áhuga á þessu," segir hann.

Gunnar Nelson, sonur hans, er án efa besti bardagakappi Íslands og er talinn vera einn efnilegasti á heiminum á því sviði. „Hann er að fara berjast núna 25. febrúar í Dublin og svo styttist vonandi í það að hann skrifi undir hjá einhverju af þessum stærri samböndunum, hvað svo sem það þýðir. Hann leggur áherslu á að hafa pínu frjálsar hendur," segir Haraldur.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá þá ellefu sem sóttu um starfið sem forstöðumaður Kvíabryggju, en umsóknarfrestur rann út 28. desember síðastliðinn.

Umsækjendur eru í stafrófsröð.

Baldvin H. Sigurðsson,matreiðslumeistari.

Benedikt Viggó Högnason,fangavörður og varðstjóri við fangelsið á Kvíabryggju.

Birgir Guðmundsson,aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Kvíabryggju og settur forstöðumaður.

Björg Bára Halldórsdóttir,viðskiptafræðingur.

Friðrik Rúnar Friðriksson,fangavörður við fangelsin í Reykjavík.

Guðlaugur Gunnarsson,sjómaður og afleysingamaður í lögreglu.

Guðni Heiðar Guðnason,framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Haraldur Dean Nelson,umboðsmaður.

Kristján Hoffman,fangavörður við fangelsið á Bitru.

Sigurjón Andri Guðmundsson,aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni á Seyðisfirði.

Úlfar Konráð Jónsson,lögregluvarðstjóri hjá LRH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×