Svíar hrifnir af íslenskri hönnun 15. október 2012 10:50 Linda segir marga Svía hafa áhuga á íslenskri hönnun en erfitt sé að nálgast hana þarlendis. mynd/úr einkasafni "Ég er rétt nýbyrjuð að auglýsa eftir samstarfsaðilum á Facebook og það eru þegar 14 manns búnir að setja sig í samband við mig," segir Linda Hauksdóttir Stenström, sem hyggst setja upp síðu með íslenskri hönnun í Svíþjóð. Linda segist hafa orðið mikið vör við það að Svíar hafi áhuga á íslenskri hönnun. Þeir eigi þó oft erfitt með að nálgast hana og fékk Linda því hugmyndina að síðunni. Undirbúningurinn er enn á byrjunarstigi og engir samningar hafa verið gerðir en Linda vonast þó til að geta opnað síðuna eftir þrjá til fjóra mánuði. "Ég hef líka verið í sambandi við búðir hérna úti og margar þeirra hafa sýnt því áhuga að taka íslenska hönnun í sölu hjá sér. Í framhaldinu vonast ég því til að geta annast umboðssölu fyrir íslenska hönnuði," segir hún. Sjálf hefur hún búið í Svíþjóð mestalla ævi, en á íslenska fjölskyldu í báðar ættir. Hún starfar í auglýsingabransanum þar ytra og þekkir því vel inn á markaðinn. "Ég vonast til að síðan verði bara nógu fjölbreytt og með alla flóru hönnunar. Nú þegar er ég komin með fatahönnuði, skóhönnuði, listamenn og ljósmyndara í hóp væntanlegra samstarfsaðila, svo þetta lítur vel út enn sem komið er," segir hún og bætir við að hún taki vel á móti öllum íslenskum hönnuðum sem hafi áhuga á að selja sína vöru í gegnum síðuna. - trs Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Ég er rétt nýbyrjuð að auglýsa eftir samstarfsaðilum á Facebook og það eru þegar 14 manns búnir að setja sig í samband við mig," segir Linda Hauksdóttir Stenström, sem hyggst setja upp síðu með íslenskri hönnun í Svíþjóð. Linda segist hafa orðið mikið vör við það að Svíar hafi áhuga á íslenskri hönnun. Þeir eigi þó oft erfitt með að nálgast hana og fékk Linda því hugmyndina að síðunni. Undirbúningurinn er enn á byrjunarstigi og engir samningar hafa verið gerðir en Linda vonast þó til að geta opnað síðuna eftir þrjá til fjóra mánuði. "Ég hef líka verið í sambandi við búðir hérna úti og margar þeirra hafa sýnt því áhuga að taka íslenska hönnun í sölu hjá sér. Í framhaldinu vonast ég því til að geta annast umboðssölu fyrir íslenska hönnuði," segir hún. Sjálf hefur hún búið í Svíþjóð mestalla ævi, en á íslenska fjölskyldu í báðar ættir. Hún starfar í auglýsingabransanum þar ytra og þekkir því vel inn á markaðinn. "Ég vonast til að síðan verði bara nógu fjölbreytt og með alla flóru hönnunar. Nú þegar er ég komin með fatahönnuði, skóhönnuði, listamenn og ljósmyndara í hóp væntanlegra samstarfsaðila, svo þetta lítur vel út enn sem komið er," segir hún og bætir við að hún taki vel á móti öllum íslenskum hönnuðum sem hafi áhuga á að selja sína vöru í gegnum síðuna. - trs
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning