Lífið

Sótti um í Baywatch

Leonardo DiCaprio fékk ekki að leika son Mitch Buchannon.
Leonardo DiCaprio fékk ekki að leika son Mitch Buchannon.
Leikarinn Leonardo DiCaprio fór í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í sjónvarpsþáttunum Baywatch en á endanum hlaut Jeremy Jackson rulluna. Þetta segir David Hasselhoff, sem lék strandvörðurinn Mitch Buchannon. DiCaprio hefði leikið son hans í þáttunum en ekkert varð af því.

„Þetta var það besta sem gat gerst fyrir Leonardo DiCaprio. Ég hitti hann og sagði: „Veistu hvað, þetta var frábært fyrir þig. Þú hefðir aldrei fengið hlutverk í Titanic og orðið þessi stóra stjarna. Þú værir eins og Jeremy Jackson eða David Hasselhoff stöðugt í leit að vinnu,“ sagði Hasselhoff.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.