Fótbolti

Gerrard: Viljum ekki setja of mikla pressu á okkur

Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins, leyfir sér að vera bjartsýnn fyrir EM þó svo marga sterka lykilmenn vanti í enska landsliðið.

"Það eru alltaf væntingar en auðvitað verða þær ekki eins miklar þar sem okkur vantar sterka leikmenn. Að sjálfsögðu efast svo margir um að við getum náð árangri án allra þessara manna. Við getum samt ekki ráðið því hvað fólki finnst. Við verðum að mæta og gera okkar besta," sagði Gerrard.

"Við erum með sjálfstraustið í lagi en erum þöglir og látum ekki mikið í okkur heyra með það. Við vitum allir að enska landsliðið hefur ekki staðið undir væntingum á síðustu mótum.

"Við viljum ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa. Við ætlum að reyna að njóta mótsins og vonandi getum við spilað fínan bolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×