Fótbolti

Holland valtaði yfir Norður-Írland

Hollendingar voru í miklu stuði í dag er þeir tóku á móti Norður-Írum í vináttulandsleik. Þeir léku við hvurn sinn fingur og unnu glæstan 6-0 sigur.

Ibrahim Affelay og Robin van Persie skoruðu báðir tvö mörk og þeir Wesley Sneijder og Ron Vlaar komust einnig á blað.

Hollendingar fara því með gott sjálfstraust inn í EM sem er rétt handan við hornið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×