Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney 14. september 2012 07:00 Þó svo að ekki muni nema þremur til fimm prósentum á forsetaframbjóðendunum Romney og Obama í Bandaríkjunum, er stuðningur við Obama afgerandi í flestum öðrum löndum. Nordicphotos/AFP Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. Kannað var viðhorf fólks í yfir þrjátíu löndum um heim allan til forsetaframbjóðendanna Mitt Romney og Barack Obama. Framkvæmdina önnuðust fyrirtækin CVOTER International og WIN-Gallup International. Könnunin leiðir í ljós að Obama nýtur nokkuð víðtæks og almenns stuðnings um heim allan og sér í lagi í Evrópulöndum. Romney hefur ekki yfirhöndina nema í einu landi, Ísrael. Þar segjast 65 prósent kjósenda fremur vilja hann. Næstmests stuðnings nýtur Obama svo í Hollandi, Portúgal og Þýskalandi, eða 97 prósenta. Í Bandaríkjunum sjálfum er svo aftur miklu minni munur á milli frambjóðendanna, eða þrjú til fimm prósent. „Þetta er áhugaverð staðfesting á því hvað hinar ólíku og margbreytilegu þjóðir Evrópu eru orðnar líkar hvað varðar hin almennustu og mikilvægustu pólitísk gildi og um leið hvað Bandaríkin eru orðin gerólík Evrópu,“ segir Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Hann segir gífurlegan stuðning við Obama í Evrópu hins vegar ekki endilega tákna almenna hrifningu á embættisfærslum hans. „Þetta sýnir miklu frekar nánast algera andstöðu við pólitík af því tagi sem Romney er talinn standa fyrir í nánast öllum ríkjum Evrópu.“ Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk í þessum löndum teldi að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snertu líf þeirra og töldu 63 prósent að svo væri. 29 prósent töldu áhrifin léttvæg og 9 prósent sögðust óviss. Þá var spurt hvort fólk myndi vilja fá að kjósa í bandarísku forsetakosningunum og 42 prósent sögðust gjarnan vilja það (46 prósent fólks undir þrítugu). Jón Ormur telur aukna alþjóðavæðingu hins vegar tæpast munu gera að verkum að fólk fái að kjósa víðar en í sínu heimalandi. „Kosningar verða alltaf bundnar við einstök ríki og eru einkamál hverrar þjóðar þótt þær hafi áhrif annars staðar.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. Kannað var viðhorf fólks í yfir þrjátíu löndum um heim allan til forsetaframbjóðendanna Mitt Romney og Barack Obama. Framkvæmdina önnuðust fyrirtækin CVOTER International og WIN-Gallup International. Könnunin leiðir í ljós að Obama nýtur nokkuð víðtæks og almenns stuðnings um heim allan og sér í lagi í Evrópulöndum. Romney hefur ekki yfirhöndina nema í einu landi, Ísrael. Þar segjast 65 prósent kjósenda fremur vilja hann. Næstmests stuðnings nýtur Obama svo í Hollandi, Portúgal og Þýskalandi, eða 97 prósenta. Í Bandaríkjunum sjálfum er svo aftur miklu minni munur á milli frambjóðendanna, eða þrjú til fimm prósent. „Þetta er áhugaverð staðfesting á því hvað hinar ólíku og margbreytilegu þjóðir Evrópu eru orðnar líkar hvað varðar hin almennustu og mikilvægustu pólitísk gildi og um leið hvað Bandaríkin eru orðin gerólík Evrópu,“ segir Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Hann segir gífurlegan stuðning við Obama í Evrópu hins vegar ekki endilega tákna almenna hrifningu á embættisfærslum hans. „Þetta sýnir miklu frekar nánast algera andstöðu við pólitík af því tagi sem Romney er talinn standa fyrir í nánast öllum ríkjum Evrópu.“ Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk í þessum löndum teldi að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snertu líf þeirra og töldu 63 prósent að svo væri. 29 prósent töldu áhrifin léttvæg og 9 prósent sögðust óviss. Þá var spurt hvort fólk myndi vilja fá að kjósa í bandarísku forsetakosningunum og 42 prósent sögðust gjarnan vilja það (46 prósent fólks undir þrítugu). Jón Ormur telur aukna alþjóðavæðingu hins vegar tæpast munu gera að verkum að fólk fái að kjósa víðar en í sínu heimalandi. „Kosningar verða alltaf bundnar við einstök ríki og eru einkamál hverrar þjóðar þótt þær hafi áhrif annars staðar.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira