Enski boltinn

Hundrað prósent árangur undir hjá bæði City og Chelsea í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Hart og Frank Lampard.
Joe Hart og Frank Lampard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City og Chelsea mætast í ensku úrvalsdeildinni í stórleik kvöldsins og bíða margir spenntir eftir því hvernig City-menn bregðast við því að vera orðnir fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester United. Leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport 2 og Stöð2 Sport HD og hefst klukkan 19.45.

Það er hægt að segja að hundrað prósent árangur sér undir hjá báðum þessum liðum í kvöld. Manchester City hefur unnið alla fjórtán heimaleiki sína í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og Chelsea hefur unnið alla fjóra leiki sína síðan að Roberto Di Matteo tók við liðinu af André Villas-Boas.

Manchester City hefur alls unnið 19 heimaleiki í röð í deildinni síðan að liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham 27. febrúar 2011 en síðasta deildartap liðsins á Etihad Stadium var á móti Everton (1-2) í desember 2010. Vinni City leikinn í kvöld verður það fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar (frá 1992/93) til að vinna 20 heimaleiki í röð.

Chelsea er að fara að spila sinn fyrsta útileik í deildinni undir stjórn Di Matteo en Villas-Boas var rekinn eftir 0-1 tap á móti West Bromwich Albion 3. mars. Chelsea hefur ekki tapað tveimur útileikjum í deildinni í röð á sama tímabili síðan um áramótin 2002-2003.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt á þessum hundrað prósent árangri liðanna.



Heimaleikir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu:

15. ágúst Swansea City 4-0 sigur

10. september Wigan 3-0 sigur

24. september Everton 2-0 sigur

15. október Aston Villa 4-1 sigur

29. október Wolves 3-1 sigur

19. nóvember Newcastle 3-1 sigur

3. desember Norwich 5-1 sigur

18. desember Arsenal 1-0 sigur

21. desember Stoke 3-0 sigur

3. janúar Liverpool 3-0 sigur

22. janúar Tottenham 3-2 sigur

4. febrúar Fulham 3-0 sigur

25. febrúar Blackburn 3-0 sigur

3. mars Bolton 2-0 sigur

Samantekt:

Leikir 14

Sigrar 14

Markatala 42-6 (+36)

Árangur 100%



Leikir Chelsea undir stjórn Roberto Di Matteo:

6. mars enski bikarinn Birmingham 2-0 sigur

10. mars enska deildin Stoke 1-0 sigur

14. mars Meistaradeildin Napoli 4-1 sigur

18. mars enski bikarinn Leicester 5-2 sigur

Samantekt:

Leikir 4

Sigrar 4

Markatala 12-3 (+9)

Árangur 100%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×