Erlent

April enn leitað

mynd/AFP
Fjörutíu og sex ára gamall karlmaður var handtekinn í Wales í gær í tengslum við hvarf fimm ára gamallar telpu. Stúlkan, sem heitir April Jones, hvarf skammt frá heimili sínu á mánudag en hún var að leik með vinum þegar hún var numin á brott.

Vitni sáu hana fara upp í bifreið. Leit stóð yfir í nótt en vonast er til að maðurinn sem handtekinn var í gær geti varpað ljósi á hvarf telpunnar.

Fjölskylda hennar hefur biðlað til þeirra sem hafa upplýsingar um hvarfið til að stíga fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×