Innlent

Ætluð fíkniefni reyndust neftóbak

Íslenskt neftóbak.
Íslenskt neftóbak.
Öryggisgæsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tilkynnti á föstudag lögreglunni á Suðurnesjum um grunsamlegan poka í almenningssalerni í flugstöðinni. Pokinn var tekinn í vörslu lögreglu og afhentur tollgæslunni til skoðunar.

Ekki reyndist vera um fíkniefni að ræða í pokanum, eins og grunur lék á í fyrstu, heldur innihélt hann líklegast neftóbak.

Pokinn vóg um 530 grömm og var tóbakið blautt. Líklegt er talið að því hafi átt að sturta niður en það hefði ekki tekist. Pokanum var fargað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.