Enski boltinn

Landon Donovan lagði upp bæði mörkin í bikarsigri Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan lagði upp bæði mörk Everton í 2-1 sigri á Fulham í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar en leikið var á Goodison Park í kvöld. Everton er því komið í sextán liða úrslitin en fyrr í kvöld tryggði Tottenham-liðið sér sæti í fimmtu umferðinni eftir 1-0 útisigur á Watford.

Það var Belgíumaðurinn Marouane Fellaini sem skoraði sigurmarkið 17 mínútum fyrir leikslok þegar hann skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Landon Donovan.

Danny Murphy kom Fulham í 1-0 á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Johnny Heitinga sem varði skot Chris Baird með hendi.

Everton var búið að jafna leikinn eftir aðeins þrettán mínútur en Argentínumaðurinn Denis Stracqualursi skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf frá Donovan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×