Heiðar: Ekki ástæða til að æsa sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Heiðar gerir sér grein fyrir því að hann gæti þurft að sitja á bekknum með komu nýrra framherja. Hann ætlar að nýta þau tækifæri sem munu gefast. Nordic Photos / Getty Images „Ég meiddist í náranum á móti Wigan og svo versnaði það í fyrri hálfleik gegn Chelsea. Ég verð því að hvíla aðeins núna," sagði framherjinn Heiðar Helguson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins QPR. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn Aston Villa á miðvikudag vegna meiðslanna. Óhætt er að segja að Heiðar sé að meiðast á versta tíma enda félagið nýbúið að kaupa tvo framherja, Djibril Cisse og Bobby Zamora, og svo kom Federico Macheda að láni frá Man. Utd í upphafi janúar. Baráttan um sætin í byrjunarliðinu er því afar hörð. „Þessi meiðsli eru nú ekkert mjög alvarleg og ég reikna með því að vera frá í um hálfan mánuð. Ég á ekki von á því að það verði lengra." Heiðar segir að framherjakaup félagsins hafi ekki komið sér á óvart. „Ég reiknaði með mönnum inn og við þurftum á mönnum að halda. Það er svo einfalt að við urðum að styrkja okkur ef við ætlum að halda okkur uppi. Hvort að staða mín sé eitthvað breytt veit ég ekki. Ég geri samt ekki ráð fyrir því að þessir menn hafi verið keyptir til þess að sitja á bekknum," sagði Heiðar en hefur hann eitthvað rætt við Mark Hughes, stjóra liðsins um sína stöðu? „Nei, við höfum ekki gert það enn sem komið er. Það verður bara að koma í ljós hvernig það fer. Ég bíð bara og sé svo hvað gerist í framhaldinu. Ég er líka meiddur sem stendur þannig að hann þarf að skoða aðra möguleika í framlínunni." Ég verð þolinmóðurDalvíkingurinn er nú vanur því að þurfa að hafa fyrir hlutunum og hann óttast samkeppnina ekkert sérstaklega. „Eins og ég segi reikna ég með því að hann hafi keypt Cisse og Zamora til þess að spila þeim og ef það er raunin þá verð ég bara að vera þolinmóður. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þeirri stöðu. Ég er vanur því og tek þessari stöðu eins og öllu öðru. Ég mun þá bíða eftir tækifærinu og nýta það eins vel og ég get. Svo meiðast menn líka og þá geta hlutirnir breyst fljótt aftur. Það er því engin ástæða til þess að æsa sig neitt." Heiðar segir að Mark Hughes hafi annars komið inn af nokkrum krafti hjá félaginu og honum líst vel á stjórann sem var ekkert ólíkur Heiðari er hann spilaði – ósérhlífinn baráttuþjarkur. „Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð til hans. Hann virkar vel á mig. Ég held að við höfum mjög góðan möguleika á að halda okkur uppi með þetta þjálfarateymi," sagði Heiðar Helguson. Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
„Ég meiddist í náranum á móti Wigan og svo versnaði það í fyrri hálfleik gegn Chelsea. Ég verð því að hvíla aðeins núna," sagði framherjinn Heiðar Helguson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins QPR. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn Aston Villa á miðvikudag vegna meiðslanna. Óhætt er að segja að Heiðar sé að meiðast á versta tíma enda félagið nýbúið að kaupa tvo framherja, Djibril Cisse og Bobby Zamora, og svo kom Federico Macheda að láni frá Man. Utd í upphafi janúar. Baráttan um sætin í byrjunarliðinu er því afar hörð. „Þessi meiðsli eru nú ekkert mjög alvarleg og ég reikna með því að vera frá í um hálfan mánuð. Ég á ekki von á því að það verði lengra." Heiðar segir að framherjakaup félagsins hafi ekki komið sér á óvart. „Ég reiknaði með mönnum inn og við þurftum á mönnum að halda. Það er svo einfalt að við urðum að styrkja okkur ef við ætlum að halda okkur uppi. Hvort að staða mín sé eitthvað breytt veit ég ekki. Ég geri samt ekki ráð fyrir því að þessir menn hafi verið keyptir til þess að sitja á bekknum," sagði Heiðar en hefur hann eitthvað rætt við Mark Hughes, stjóra liðsins um sína stöðu? „Nei, við höfum ekki gert það enn sem komið er. Það verður bara að koma í ljós hvernig það fer. Ég bíð bara og sé svo hvað gerist í framhaldinu. Ég er líka meiddur sem stendur þannig að hann þarf að skoða aðra möguleika í framlínunni." Ég verð þolinmóðurDalvíkingurinn er nú vanur því að þurfa að hafa fyrir hlutunum og hann óttast samkeppnina ekkert sérstaklega. „Eins og ég segi reikna ég með því að hann hafi keypt Cisse og Zamora til þess að spila þeim og ef það er raunin þá verð ég bara að vera þolinmóður. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þeirri stöðu. Ég er vanur því og tek þessari stöðu eins og öllu öðru. Ég mun þá bíða eftir tækifærinu og nýta það eins vel og ég get. Svo meiðast menn líka og þá geta hlutirnir breyst fljótt aftur. Það er því engin ástæða til þess að æsa sig neitt." Heiðar segir að Mark Hughes hafi annars komið inn af nokkrum krafti hjá félaginu og honum líst vel á stjórann sem var ekkert ólíkur Heiðari er hann spilaði – ósérhlífinn baráttuþjarkur. „Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð til hans. Hann virkar vel á mig. Ég held að við höfum mjög góðan möguleika á að halda okkur uppi með þetta þjálfarateymi," sagði Heiðar Helguson.
Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira