Lífið

Best klæddu konur Íslands

Dorrit Moussaieff, Saga Sig og Hugrún Dögg Árnadóttir.
Dorrit Moussaieff, Saga Sig og Hugrún Dögg Árnadóttir.
Ljósmyndarinn Saga Sig, Hugrún Dögg Árnadóttir verslunareigandi og hönnuður og Dorrit Moussaieff forsetafrú tróna á toppnum í vali á best klæddu konum Íslands í Lífinu, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag. Fjöldi kvenna voru tilnefndar.

"Saga hefur sitt eigið fegurðarskyn sem hún er óhrædd að sýna."

"Hugrún er alltaf klædd í litrík, skemmtileg og falleg föt."

"Dorrit klæðir sig alltaf rétt við hvert tækifæri, er klassísk en sýnir líka tískustraumana."

Álitsgjafar:
Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður, Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari og stílisti og Svana Friðriksdóttir sjálfstætt starfandi almannatengill.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.