Fótbolti

Van Basten að taka við Heerenveen

Hinn 47 ára gamli Van Basten er lipur kylfingur.
Hinn 47 ára gamli Van Basten er lipur kylfingur.
Hollenska goðsögnin Marco van Basten mun taka við stjórnartaumunum hjá Heerenveen í sumar. Þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf síðan hann hætti með Ajax árið 2009.

Samningur núverandi þjálfara, Ron Jans, rennur út í sumar. Tíðindin með Van Basten koma nokkuð á óvart þar sem ekki var búið að orða hann áður við starfið.

Van Basten hefur einnig þjálfað hollenska landsliðið með ágætum árangri.

Hann hefur verið að vinna nokkuð fyrir Ajax og til stóð að hann færi í stjórnunarstarf hjá félaginu á síðasta ári en þær áætlanir fuku út í veður og vind á elleftu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×