Fer til New York í sumar 23. apríl 2012 11:00 Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina í ár. Hún hafði ekki reynt fyrir sér í fyrirsætubransanum áður. fréttablaðið/stefán Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart. „Þetta var rosalega gaman og gekk allt saman mjög vel. Fyrirsætustarfið er tiltölulega nýtt fyrir mér, ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið skemmtileg reynsla og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Gyða Katrín um keppnina. Í verðlaun var samningur hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu, flug til New York í boði Next Models, gisting í einni af módelíbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reyndum ljósmyndurum. Þrátt fyrir að vera ný í bransanum segir Gyða Katrín fyrirsætustarfið verða auðveldara og skemmtilegra eftir því sem reynslan verður meiri og gæti hún vel hugsað sér að starfa sem slík í framtíðinni. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós en ég gæti vel hugsað mér að vinna sem fyrirsæta ef það stendur til boða. Ég hafði þó ekki íhugað þennan mögulega alvarlega fyrir keppnina enda er þetta allt nokkuð nýtt fyrir mér.“ Alls kepptu ellefu stúlkur um titilinn og þurftu þær meðal annars að sækja gönguæfingu fyrir keppnina. Gyða Katrín segir það hafa nýst henni vel enda sé kúnst að ganga á háum hælum. „Við lærðum að bera okkur rétt og ganga í háum hælum. Þó hælarnir hafi ekki verið himinháir þá var svolítið erfitt að ganga á þeim.“ Gyða Katrín er sautján ára gömul og stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Hún heldur utan til New York í sumar og segist spennt fyrir ferðinni. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir úr tískubransanum svarar Gyða Katrín því neitandi. „Nei, ég á mér enga sérstaka fyrirmynd og ekki heldur neinn uppáhalds hönnuð.“ sara@frettabladid.is Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart. „Þetta var rosalega gaman og gekk allt saman mjög vel. Fyrirsætustarfið er tiltölulega nýtt fyrir mér, ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið skemmtileg reynsla og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Gyða Katrín um keppnina. Í verðlaun var samningur hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu, flug til New York í boði Next Models, gisting í einni af módelíbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reyndum ljósmyndurum. Þrátt fyrir að vera ný í bransanum segir Gyða Katrín fyrirsætustarfið verða auðveldara og skemmtilegra eftir því sem reynslan verður meiri og gæti hún vel hugsað sér að starfa sem slík í framtíðinni. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós en ég gæti vel hugsað mér að vinna sem fyrirsæta ef það stendur til boða. Ég hafði þó ekki íhugað þennan mögulega alvarlega fyrir keppnina enda er þetta allt nokkuð nýtt fyrir mér.“ Alls kepptu ellefu stúlkur um titilinn og þurftu þær meðal annars að sækja gönguæfingu fyrir keppnina. Gyða Katrín segir það hafa nýst henni vel enda sé kúnst að ganga á háum hælum. „Við lærðum að bera okkur rétt og ganga í háum hælum. Þó hælarnir hafi ekki verið himinháir þá var svolítið erfitt að ganga á þeim.“ Gyða Katrín er sautján ára gömul og stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Hún heldur utan til New York í sumar og segist spennt fyrir ferðinni. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir úr tískubransanum svarar Gyða Katrín því neitandi. „Nei, ég á mér enga sérstaka fyrirmynd og ekki heldur neinn uppáhalds hönnuð.“ sara@frettabladid.is
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning