Fótbolti

Mancini biður Balotelli um að haga sér almennilega

Þó svo Roberto Mancini, stjóri Man. City, sé í fríi frá Mario Balotelli þá er hann ekki hættur að skipta sér af málum leikmannsins. Hann hefur nú beðið Balotelli um að haga sér almennilega með landsliðinu.

Balotelli verður líklega í byrjunarliði Ítalíu gegn Englandi eftir að hafa skorað frábært mark í síðasta leik liðsins.

"Ég reikna með að hann spili sinn leik og reyni að forðast að vera óþolandi við þjálfarann," sagði Mancini.

"Hann verður að vera í liðinu. Það getur enginn annar í liðinu gert eins mikinn usla í vörn ítalska liðsins og hann. Ítalska liðið er betra með hann inn á. Hann er besti framherji liðsins að mínu mati."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×