Toure hetja City í mikilvægum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2012 00:01 Nordic Photos / Getty Images Yaya Toure skoraði bæði mörk Manchester City í 2-0 sigri liðsins á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þar með er liðið enn með frumkvæðið í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Mörkin komu bæði í síðari hálfleik og fljótlega eftir að Roberto Mancini, stjóri City, ákvað að skipta Nigel De Jong inn á fyrir Samir Nasri. Sú skipting bar strax árangur. De Jong átti þátt í uppbyggingu fyrr marksins þegar að City náði loksins að brjóta ísinn. Newcastle setti allt púður í sóknarleikinn og kom síðara markið úr skyndisókn stuttu fyrir leikslok. City er nú þremur stigum á undan Manchester United sem á leik til góða gegn Swansea klukkan 15.00. City er einnig með betra markahlutfall - tíu mörkum betra - sem þýðir að sigur gegn QPR í lokaumferðinni mun væntanlega duga til að tryggja titilinn. City vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1968 og er því biðin orðin ansi löng hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi:Fyrir leik: Roberto Mancini, stjóri City, stillir upp sama byrjunarliði og í 1-0 sigurleiknum gegn Manchester United á mánudagskvöldið. Carlos Tevez og Sergio Agüero eru því áfram í fremstu víglínu hjá City. Lið Newcastle er einnig óbreytt frá síðasta leik en liðið vann þá góðan sigur á Chelsea, 2-0. Það þýðir að Cheick Tiote er með frá byrjun þrátt fyrir að hafa verið borinn meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea.Leik lokið: Toure var hetja City sem er nú með þriggja stiga forystu á Manchester United, sem spilar við Swansea síðar í dag.89. mín - Toure skorar: Eftir að Newcastle sótti nokkuð stíft að marki City komst síðarnefnda liðið í skyndisókn. Þeir voru fjórir gegn tveimur varnarmönnum Newcastle og náði Clichy að koma boltanum á títtnefndan Toure. Hann náði að koma boltanum fyrir sig og skora af stuttu færi. Sigurinn er því tryggður hjá City.84. mín: Aftur dauðafæri. Toure komst einn í gegn en Krul stöðvaði hann. Agüero náði frákastinu en skaut yfir markið. Sex mínútur eftir af venjulegum leiktíma.75. mín: Dauðafæri. Silva með frábæra sendingu inn fyrir varnarlínu Newcastle á Agüero. Hann var kominn einn gegn Krul í markinu en hitti ekki markið. Gæti reynst dýrkeypt fyrir þá bláu.70. mín - Toure skoraði: Þá kom að því. De Jong var með boltann á miðjunni og kom honum á Yaya Toure. Hann spilaði stutt þríhyrningsspil við Sergio Agüero og lét svo vaða að marki. Boltinn söng í netmöskvanum og City komst þar með yfir. Afar, afar mikilvægt mark hjá City.60. mín: Ekkert mark komið enn í leikinn og 30 mínútur til leiksloka. Stuðningsmenn Manchester United naga neglurnar.Hálfleikur: Fyrri hálfleik lokið og var hann nokkuð fjörlegur undir lokin. Ekkert mark komið þó enn en fullt af gulum spjöldum hjá dómaranum Howard Webb.41. mín: Besta færi leiksins. Boltinn barst út í teig þar sem Gareth Barry var einn á auðum sjó. Fyrst komst Coloccini fyrir skotið Barry náði frákastinu sjálfur og skaut aftur að marki. Þá varði Santon á marklínu.34. mín: Newcastle komst í hættulega sókn. Fyrst varði Gael Clichy frá Demba Ba en Hatem Ben Arfa náði frákastinu og skaut að marki. Joe Hart varði vel frá honum.18. mín: Engin opin færi í leiknum hingað til. Liðin spila þéttan varnarleik og gefa fá færi á sér. City þó nær því að skapa sér almennileg færi.1. mín: Leikurinn er hafinn. Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum. Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að uppfæra lýsinguna. Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Yaya Toure skoraði bæði mörk Manchester City í 2-0 sigri liðsins á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þar með er liðið enn með frumkvæðið í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Mörkin komu bæði í síðari hálfleik og fljótlega eftir að Roberto Mancini, stjóri City, ákvað að skipta Nigel De Jong inn á fyrir Samir Nasri. Sú skipting bar strax árangur. De Jong átti þátt í uppbyggingu fyrr marksins þegar að City náði loksins að brjóta ísinn. Newcastle setti allt púður í sóknarleikinn og kom síðara markið úr skyndisókn stuttu fyrir leikslok. City er nú þremur stigum á undan Manchester United sem á leik til góða gegn Swansea klukkan 15.00. City er einnig með betra markahlutfall - tíu mörkum betra - sem þýðir að sigur gegn QPR í lokaumferðinni mun væntanlega duga til að tryggja titilinn. City vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1968 og er því biðin orðin ansi löng hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi:Fyrir leik: Roberto Mancini, stjóri City, stillir upp sama byrjunarliði og í 1-0 sigurleiknum gegn Manchester United á mánudagskvöldið. Carlos Tevez og Sergio Agüero eru því áfram í fremstu víglínu hjá City. Lið Newcastle er einnig óbreytt frá síðasta leik en liðið vann þá góðan sigur á Chelsea, 2-0. Það þýðir að Cheick Tiote er með frá byrjun þrátt fyrir að hafa verið borinn meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea.Leik lokið: Toure var hetja City sem er nú með þriggja stiga forystu á Manchester United, sem spilar við Swansea síðar í dag.89. mín - Toure skorar: Eftir að Newcastle sótti nokkuð stíft að marki City komst síðarnefnda liðið í skyndisókn. Þeir voru fjórir gegn tveimur varnarmönnum Newcastle og náði Clichy að koma boltanum á títtnefndan Toure. Hann náði að koma boltanum fyrir sig og skora af stuttu færi. Sigurinn er því tryggður hjá City.84. mín: Aftur dauðafæri. Toure komst einn í gegn en Krul stöðvaði hann. Agüero náði frákastinu en skaut yfir markið. Sex mínútur eftir af venjulegum leiktíma.75. mín: Dauðafæri. Silva með frábæra sendingu inn fyrir varnarlínu Newcastle á Agüero. Hann var kominn einn gegn Krul í markinu en hitti ekki markið. Gæti reynst dýrkeypt fyrir þá bláu.70. mín - Toure skoraði: Þá kom að því. De Jong var með boltann á miðjunni og kom honum á Yaya Toure. Hann spilaði stutt þríhyrningsspil við Sergio Agüero og lét svo vaða að marki. Boltinn söng í netmöskvanum og City komst þar með yfir. Afar, afar mikilvægt mark hjá City.60. mín: Ekkert mark komið enn í leikinn og 30 mínútur til leiksloka. Stuðningsmenn Manchester United naga neglurnar.Hálfleikur: Fyrri hálfleik lokið og var hann nokkuð fjörlegur undir lokin. Ekkert mark komið þó enn en fullt af gulum spjöldum hjá dómaranum Howard Webb.41. mín: Besta færi leiksins. Boltinn barst út í teig þar sem Gareth Barry var einn á auðum sjó. Fyrst komst Coloccini fyrir skotið Barry náði frákastinu sjálfur og skaut aftur að marki. Þá varði Santon á marklínu.34. mín: Newcastle komst í hættulega sókn. Fyrst varði Gael Clichy frá Demba Ba en Hatem Ben Arfa náði frákastinu og skaut að marki. Joe Hart varði vel frá honum.18. mín: Engin opin færi í leiknum hingað til. Liðin spila þéttan varnarleik og gefa fá færi á sér. City þó nær því að skapa sér almennileg færi.1. mín: Leikurinn er hafinn. Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum. Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að uppfæra lýsinguna.
Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira