Fótbolti

Oxlade-Chamberlain sagður byrja gegn Frökkum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum verður Alex Oxlade-Chamberlain í byrjunarliði Englands sem mætir Frakklandi á EM 2012 í dag.

Byrjunarliðið verður ekki tilkynnt fyrr en klukkutíma fyrir leik sem hefst klukkan 16.00. En samkvæmt breskum fjölmiðlamönnum verður hinn ungi Oxlade-Chamberlain á hægri kantinum í stað Theo Walcott. Báðir eru leikmenn Arsenal.

James Milner verður á miðjunni með fyrirliðanum Steven Gerrard og Scott Parker. Ashley Young er svo á vinstri kantinum og Danny Welbeck frammi.

Joe Hart er í markinu og miðverðir þeir Joleon Lescott og John Terry. Ashley Cole og Glen Johnson spila sem bakverðir.

Matt Lawton, blaðamaður hjá Daily Mail, fullyrðir á Twitter-síðu sinni að þetta verði byrjunarliðið í dag og aðrir enskir fjölmiðlamenn hafa tekið undir það síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×