Fótbolti

Spánverjar kvörtuðu undan vellinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Leikmenn spænska landsliðsins kvörtuðu sáran undan yfirborðinu á vellinum í Gdansk þar sem þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn Ítalíu um helgina.

Völlurinn var þurr og erfiður viðureignar fyrir leikmenn. „Það er algjör synd að þurfa að spila á svona þurrum velli. Ég er viss um liðin hefðu annars boðið upp á betri leik," sagði Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, eftir leikinn.

„Völlurinn var hræðilegur. Það var mjög erfitt að láta boltann ganga almennilega," sagði Xavi.

Fabregas tók undir þetta. „Ég get ekki kvartað undan úrslitunum en við áttum meira skilið en þetta. Það er skammarlegt að við bjóða okkur upp á svona aðstæður."

„Þetta var eins fyrir bæði lið," sagði Andrea Pirlo, leikmaður ítalska liðsins, og gaf ekki mikið fyrir kvartanir Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×