Fótbolti

Hodgson: Leikmenn mega ekki sjá eftir neinu í leikslok

Enskir fjölmiðlar spá því að Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, muni stilla upp sama byrjunarliði í kvöld gegn Ítalíu og í síðasta leik. Welbeck verður því Rooney frammi og Milner tekinn fram yfir Walcott.

Hodgson hefur hvatt sitt lið til dáða og vill að leikmenn sínir skilji allt eftir inn á vellinum. Hann vill ekki að þeir sjái eftir neinu þegar flautað verður af.

"Það þarf einhver að tapa og sá sem tapar verður sár. Það er ekki hægt að breyta því en við getum séð til þess að við sjáum ekki eftir neinu eftir leik," sagði Hodgson sem hefur ekki enn tapað leik með enska landsliðinu.

"Við viljum ekki að fólk segi að við hefðum getað gert betur. Liðið veit að það er mikil pressa á þeim og slíkt hið sama á við um ítalska liðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×