Fótbolti

England minnir á ítalskt lið frá níunda áratugnum

Ítalinn Paolo di Canio, stjóri Swindon, býst við jöfnum leik hjá Ítalíu og Englandi í kvöld enda sé ítalskt yfirbragð á leik enska liðsins.

"Það er augljóst að England spilar á þann hátt að liðið getur valdið Ítölum erfiðleikum. Hodgson er gamall refur og enska liðið lítur út eins og ítalskt lið frá níunda áratugnum," sagði Di Canio.

"England er búið að standa sig vel þó svo þeir hafi fengið sinn skerf af heppni rétt eins og Ítalía. Liðin eru svipuð en ítalska liðið þó ívið þéttara. Ítalska liðið á líka fleiri sterka leikmenn sem geta gert út um leiki.

"Ég held að þessi leikur verði fín sýning og efast um að annað liðið vinni auðveldan sigur. Það er líka mjög heitt og leikmenn að þreytast. Það verður því jafnvægi í leiknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×