Fótbolti

Gerrard: Getum farið stoltir heim

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Mynd. / Getty Images
Steven Gerrerd, leikmaður enska landsliðsins, var að vonum virkilega svekktur eftir að England hafði dottið út úr Evrópukeppninni í knattspyrnu. Ítalía vann England eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum.

„Við vorum allir búnir að gefa okkur 100% í leikinn. Ég hafði þá tilfinningu að heppnin yrði með okkur í þessari vítaspyrnukeppni, en svo var ekki."

„Þegar maður fer á punktinn þá vonast maður bara til að hald haus og koma boltanum í netið. Ítalir eiga samt sem áður skilið hrós, þeir stóðu sig frábærlega."

„Varnarmenn liðsins voru magnaðir í kvöld og björguðu okkur hvað eftir annað. Við getum farið stoltir frá þessu móti, þrátt fyrir að við séum á leiðinni heim virkilega svekktir," sagði Gerrard strax eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×