Útskriftarlínan efst í Vogue-keppninni 6. desember 2012 07:00 Magnea býr á Íslandi um þessar mundir en útilokar ekki að flytja aftur til útlanda í framtíðinni. Fréttablaðið/Anton Magnea Einarsdóttir er efst í hönnunarkeppni á vegum vefsíðunnar Vogue.it og dönsku vefverslunarinnar Muuse.com. Hún sendi útskriftarlínu sína frá Central St. Martins inn í keppnina, sem nefnist Muuse x Vogue Talents Young Vision Awards 2012. "Ég kláraði BA-nám frá Central St. Martins í sumar, en þar lærði ég fatahönnun með áherslu á prjón. Ég skráði mig í keppnina í haust ásamt þrjú hundruð öðrum fatahönnuðum og var valin áfram í úrslit af dómnefnd. Þetta er mjög spennandi og það er mikill heiður fyrir mig að hafa verið valin áfram af þessari dómnefnd," útskýrir Magnea. Tuttugu hönnuðir komust áfram í úrslit og úr þeim hópi verða valdir tveir sigurvegarar. Tískuritstjóri ítalska Vogue, Sara Maino, mun velja annan sigurvegarann úr tíu manna hópi og lesendur Vogue.it munu kjósa um hinn sigurvegarann á netinu. Magnea er í síðari flokknum og sigri hún í keppninni á hún kost á að selja hönnun sína á Muuse.com. "Síðast þegar ég gáði var ég efst, en það eru enn nokkrir dagar eftir. Kosningunni lýkur ekki fyrr en eftir helgi," segir Magnea en hægt er að taka þátt í kosningunni hér. Magnea kveðst hafa verið að skoða andstæður þegar hún skapaði útskriftarlínu sína sem er hönnuð úr íslenskri ull og gúmmíi. "Línan er ekki auðveld í framleiðslu, maður á það til að sleppa sér alveg í útskriftarverkefnum, en hún er startpunktur sem ég get unnið með áfram." Magnea flutti heim til Íslands að námi loknu og vinnur nú að verkefni með vinkonu sinni, sem einnig er fatahönnuður. Hún útilokar þó ekki að flytja aftur út bjóðist henni spennandi vinna eða verkefni í framtíðinni. "Ég er flutt heim í bili. Ég á lítinn strák sem vildi fá að fara í leikskóla á Íslandi. Tækifærin eru vissulega fleiri úti í London en þar sem ég var ein úti með strákinn ákvað ég að koma heim í svolítinn tíma. Það er dýrt að vera einstæður með barn í London og stuðningsnetið er ekkert. En auðvitað langar mig út og það gæti gerst ef ég fæ einhver spennandi tilboð í framtíðinni." sara@frettabladid.is Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Magnea Einarsdóttir er efst í hönnunarkeppni á vegum vefsíðunnar Vogue.it og dönsku vefverslunarinnar Muuse.com. Hún sendi útskriftarlínu sína frá Central St. Martins inn í keppnina, sem nefnist Muuse x Vogue Talents Young Vision Awards 2012. "Ég kláraði BA-nám frá Central St. Martins í sumar, en þar lærði ég fatahönnun með áherslu á prjón. Ég skráði mig í keppnina í haust ásamt þrjú hundruð öðrum fatahönnuðum og var valin áfram í úrslit af dómnefnd. Þetta er mjög spennandi og það er mikill heiður fyrir mig að hafa verið valin áfram af þessari dómnefnd," útskýrir Magnea. Tuttugu hönnuðir komust áfram í úrslit og úr þeim hópi verða valdir tveir sigurvegarar. Tískuritstjóri ítalska Vogue, Sara Maino, mun velja annan sigurvegarann úr tíu manna hópi og lesendur Vogue.it munu kjósa um hinn sigurvegarann á netinu. Magnea er í síðari flokknum og sigri hún í keppninni á hún kost á að selja hönnun sína á Muuse.com. "Síðast þegar ég gáði var ég efst, en það eru enn nokkrir dagar eftir. Kosningunni lýkur ekki fyrr en eftir helgi," segir Magnea en hægt er að taka þátt í kosningunni hér. Magnea kveðst hafa verið að skoða andstæður þegar hún skapaði útskriftarlínu sína sem er hönnuð úr íslenskri ull og gúmmíi. "Línan er ekki auðveld í framleiðslu, maður á það til að sleppa sér alveg í útskriftarverkefnum, en hún er startpunktur sem ég get unnið með áfram." Magnea flutti heim til Íslands að námi loknu og vinnur nú að verkefni með vinkonu sinni, sem einnig er fatahönnuður. Hún útilokar þó ekki að flytja aftur út bjóðist henni spennandi vinna eða verkefni í framtíðinni. "Ég er flutt heim í bili. Ég á lítinn strák sem vildi fá að fara í leikskóla á Íslandi. Tækifærin eru vissulega fleiri úti í London en þar sem ég var ein úti með strákinn ákvað ég að koma heim í svolítinn tíma. Það er dýrt að vera einstæður með barn í London og stuðningsnetið er ekkert. En auðvitað langar mig út og það gæti gerst ef ég fæ einhver spennandi tilboð í framtíðinni." sara@frettabladid.is
Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira