Innlent

Telur fráveitu ekki þurfa í umhverfismat

Frá upphafi hefur hluti affallsvatnsins streymt út í hraunið við Svartsengi og myndað þar lón.
Frá upphafi hefur hluti affallsvatnsins streymt út í hraunið við Svartsengi og myndað þar lón. fréttablaðið/valli
Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að fráveitulögn fyrir affallsvatn frá niðurdælingarsvæði við orkuverið í Svartsengi til sjávar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta er þvert á afstöðu Umhverfisstofnunar um að framkvæmdin ætti að fara í umhverfismat.

Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu kemur fram að framkvæmdin sé háð ýmsum leyfisveitingum; framkvæmdaleyfi Grindavíkurbæjar, sem sé háð breytingu á aðalskipulagi, og starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

HS Orka hefur í hyggju að leggja niðurgrafna stálpípu 4,5 kílómetra leið frá niðurdælingarsvæði fyrirtækisins vestan við fjallið Þorbjörn til sjávar í Arfadalsvík. Þannig á að leysa frárennslismálin til framtíðar en eins og kunnugt er myndar hluti afrennslis frá Svartsengi Bláa lónið. Rök Umhverfisstofnunar til umhverfismats voru meðal annars að óvissa væri um áhrif á lífríki sjávar og strandar við Arfadalsvík þar sem er mikið fugla-, strand-, og sjávarlíf. Lögnin muni að auki valda umtalsverðu raski á tveimur svæðum á náttúruminjaskrá, en í náttúruverndaráætlun 2009-2013 er tillaga um að umrætt svæði verði friðlýst. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×